Fara í efni
Sverrir Páll

Vél easyJet á leið til Akureyrar á ný

Flugvél easyJet á Keflavíkurflugvelli. Myndin er tekin af farþega sem var í vélinni.

Flugvél easyJet sem ekki gat lent á Akureyri í hádeginu í dag og var snúið til Keflavíkur er nú á leið norður. Áætluð lending er kl. 16.23 og farþegum, sem beðið hafa á Akureyrarflugvelli síðan í morgun, hefur verið tilkynnt að brottför flugs til Manchester verði kl. 17.00.

Farþegar í vélinni fengu ekki að fara frá borði þegar lent var í Keflavík heldur biðu í vélinni. Samkvæmt upplýsingum Akureyri.net eru um 80 farþegar í vélinni.

Ekki væsti um farþegana sem varið hafa deginum á Akureyrarflugvelli þótt þeim leiddist biðin en óánægju gætti þó vegna þess hve litlar upplýsingar var að hafa. Ekki dugði að fylgjast með gangi mála á vef Isavia; þegar skjáskotið hér að neðan var tekið klukkan 14:25 sagði enn að flugið til Manchester væri á áætlun – brottför klukkan 12:05.

Þess má geta að þegar vél easyJet sem kom frá London í dag hafði létt til, hún lenti á Akureyrarflugveli kl. 14:17 og hélt utan á ný kl. 15:46.

VIÐBÓT KL 17.55 - vél easyJet á leið til Manchester hóf sig á loft frá Akureyrarflugvelli kl. 17.52, tæpum sex klukkustundum á eftir áætlun.

 

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00

Hver er eins og hann/hún er

Sverrir Páll skrifar
27. október 2023 | kl. 06:00