Fara í efni
Sverrir Páll

Til Tene um páskana? Aprílflug easyJet í sölu

Leiðin styttist út í heim um páskana eftir að easyJet ákvað að lengja ferðatímabilið. Frá London er hægt að fljúga áfram til fjölda áfangastaða t.d. í sólina á Tenerife. Mynd: SNÆ

Sala hófst í gær á flugmiðum easyJet fyrir apríl mánuð, en eins og Akureyri.net hefur greint frá tók easyJet þá ákvörðun að lengja flugtímabil sitt á milli Akureyrar og London Gatwick um einn mánuð, þ.e.a.s út apríl. Þetta gerir það að verkum að möguleikar Norðlendinga aukast verulega á því að komast beint út í heim um páskana.

 

Til Tene um páskana fyrir 72 þúsund

Blaðamaður Akureyri.net skoðaði að gamni sínu hvað það kostar að fljúga með easyJet til Tenerife um páskana. Valin var dagsetningin 15. apríl til þess að fara frá Akureyri til London Gatwick. Sama dag, um fimm og hálfum klukkatíma, eftir lendingu á Gatwick er hægt að taka flug með easyJet til Tenerife. Gert er ráð fyrir heimferð frá Tenerife mánudaginn 22. apríl til Gatwick og til Akureyrar snemma daginn eftir (gista þarf eina nótt). Samtals kostar þessi ferð  72.360 íslenskar krónur (fargjald miðað við handfarangur). Til samanburðar kostar sambærileg ferð með Play frá Keflavík á sömu dagsetningum 94.353 krónur.

Ef farið er til Alicante á Spáni, sömu daga og í dæminu hér að ofan, þá kostar það 57.441 kr. Flug til Alicante fæst samdægurs þann 15. apríl eftir að lent er á Gatwick, alveg eins og í dæminu um Tenerife, en á heimleiðinni þarf að sofa eina nótt á Gatwick.  Annað dæmi er að fara til Feneyja um páskana, það kostar 75.448 krónur. Upphæðin miðast við handfarangur og  sömu daga og í fyrri dæmum en hins vegar þarf að sofa á Gatwick bæði á leið út og heim. 

Ef farið er bara til London þá kostar farið fram og til baka á umræddum dögum 31.515 kr.

Skjáskot af síðu easyJet. Flug á milli Tenerife og London Gatwick í kringum páskana.

 

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00

Hver er eins og hann/hún er

Sverrir Páll skrifar
27. október 2023 | kl. 06:00