Fara í efni
Sverrir Páll

Mega bjóða doktorsnám í sálfræði og kennslufræði

Háskólinn á Akureyri. Mynd: www.unak.is

Nú má Háskólinn á Akureyri bjóða upp á doktorsnám í sálfræði og menntavísindum, en heimild þess efnis barst frá ráðuneyti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar í vikunni. Fyrir hefur skólinn heimild til að bjóða upp á doktorsnám á sex fræðasviðum.

Áslaug Ásgeirsdóttir rektor fagnar þessum áfanga. „Þessar viðurkenningar eru frábærar fréttir fyrir Háskólann á Akureyri og staðfesting á því góða starfi sem unnið hefur verið í uppbyggingu doktorsnáms við háskólann. Einnig er þetta staðfesting á að mikil vinna starfsfólks við að búa sig undir viðurkenningarferlið skilaði árangri,“ segir hún í frétt á vef HA.

Það er mikil vinna sem liggur að baki þessu leyfi, en Kennaradeild og Sálfræðideild ásamt Miðstöð doktorsnáms báru þungann af vinnunni, segir í fréttinni. Háskólinn á Akureyri er nú með viðurkenningu til doktorsnáms á átta fræðasviðum, auk þeirra nýju var fyrir heimild til doktorsnáms í félagsfræði, hjúkrunarfræði, líftækni, lögfræði, sjávarútvegs- og fiskeldisfræði og viðskiptafræði. 

Hér má lesa fréttina á vef Háskólans á Akureyri.

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00

Hver er eins og hann/hún er

Sverrir Páll skrifar
27. október 2023 | kl. 06:00