Fara í efni
Snjókross

Vélsleðakapparnir farnir á flug!

Ljósmyndir: Björn Björnsson

Fyrstu tvær umferðir Íslandsmeistaramótsins í snjókrossi (snocross) fóru fram í Ólafsfirði um helgina. Keppt var bæði í dag og gær og óhætt er að segja að þessi árlega veisla vélsleðakappanna hafi byrjað með látum. Björn Björnsson tók þessar myndir í gær. Nánar um keppnina á Akureyri.net á morgun.