Fara í efni
Snjókross

Baldvin var bestur þeirra bestu – MYNDIR

Baldvin Gunnarsson á fleygiferð á Fjarðarheiði. Hann varð Íslandsmeistari í flokki þeirra bestu. Ljósmyndir: Katla Mjöll Gestsdóttir

Akureyringurinn Baldvin Gunnarsson varð Íslandsmeistari í flokki hinna bestu, svokölluðum Pro Open flokki,  í snjókrossi – snocross – eftir harða baráttu við Ívar Halldórsson og Jónas Stefánsson í vetur.

Fimmta og síðasta keppni Íslandsmótsins fór fram á laugardaginn á Fjarðarheiði, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Spenna var mikil meðal keppenda og áhorfenda enda mjótt á munum í flestum flokkum fyrir keppni og því mikið í húfi.

Keppnin á laugardaginn var frábrugðin öðrum í vetur að því leyti að fjórir keppendur frá Bandaríkjunum komu og tóku þátt í Pro Open flokknum. Þeir eru atvinnumenn í íþróttinni og með gríðarlegu reynslu og því var ljóst að keppnin yrði erfið fyrir Íslendingana. Bandaríkjamennirnir, Adam Peterson, Kyle Pallin og Ryley Bester röðuðu sér í efstu sætin en Bjarki Sigurðsson gaf þeim lítið eftir og fylgdi fast á eftir.

Veður var eins og best var á kosið 12 stiga hiti og sól.

Vert er að geta þess að allar upptökur frá keppninni má finna á YouTube rásinni Fuel Kött – smellið hér til að horfa. Þeir sem að rásinni standa hafa tekið upp og lýst öllum mótum vetrarins.

  • Hér að neðan má sjá öll úrslit og glæsilegar myndir Kötlu Mjallar Gestsdóttur.

Adam Peterson sigraði í besta flokknum, Pro Open, fyrir austan á laugardaginn.

Alex Þór Einarsson sem varð Íslandsmeistari í Pro Lite flokki.

Úrslit keppninnar um helgina:

Unglingar

  1. Sigurður Bjarnason
  2. Elvar Máni Stefánsson
  3. Skírnir Daði Arnarson
  4. Grímur Freyr Hafrúnarsson

Sport lite

  1. Birkir Þór Arason
  2. Egill Stefán Jóhannsson
  3. Ívar Helgi Grímsson
  4. Svala Björk Svavarsdóttir

Sport

  1. Birgir Ingvarsson
  2. Gabríel Arnar Guðnason
  3. Frímann Geir Ingólfsson
  4. Tómas Orri Árnason

Pro lite

  1. Ásgeir Frímansson
  2. Alex Þór Einarsson
  3. Kolbeinn Thor Finnsson
  4. Ármann Örn Sigursteinsson

Pro Open

  1. Adam Peterson
  2. Kyle Pallin
  3. Ryley Bester
  4. Bjarki Sigurðsson

Lokastaðan í keppni um Íslandsmeistaratitilinn:

Unglingar

  1. Sigurður Bjarnason
  2. Tómas Karl Sigurðarsson
  3. Elvar Máni Stefánsson

Sport

  1. Frímann Geir Ingólfsson
  2. Birgir Ingvarsson
  3. Gabríel Arnar Guðnason

Pro lite

  1. Alex Þór Einarsson
  2. Ármann Örn Sigursteinsson
  3. Kolbeinn Thor Finnsson

Pro open

  1. Baldvin Gunnarsson
  2. Jóna Stefánsson
  3. Ívar Halldórsson

Þá er lokið lang fjölmennasta keppnistímabili í snjókrossi hingað til. Nýliðun var mikil og búist er við enn frekari fjölgun næsta vetur, að sögn þeirra sem að keppninni standa. Í tilkynningu er áhugasömum um sportið bent á að samband á netfangið kkafelog@gmail.com.

Frímann Geir Ingólfsson sem varð Íslandsmeistari í Sport flokki.

Bradley Tatro

Kyle Pallin

Riley Bester