Lokaleikur kvenna í Kjarnafæðimótinu

Kvennadeild Kjarnafæðimótsins í knattspyrnu lýkur loks í kvöld þegar Þór/KA og FHL mætast í Boganum kl. 19. Leikurinn var upphaflega á dagskrá í lok janúar, en var frestað þá vegna veðurs. Það kemur því í ljós í kvöld hvaða lið vinnur Kjarnafæðimótið í ár.
Segja má að leikurinn í kvöld sé að auki generalprufa hjá báðum félögum áður en keppni í Bestu deildinni hefst. FHL er nýtt lið í efstu deild, en félagið vann Lengjudeildina í fyrra. Þór/KA endaði í 4. sæti Bestu deildarinnar í fyrra.
Fyrir þennan lokaleik er Þór/KA í efsta sætinu með sex stig úr tveimur leikjum og sjö mörk í plús. Tindatóll hefur lokið sínum leikjum og er einnig með sex stig, en fimm mörk í plús. Þór/KA2 er með þrjú stig og hefur lokið sínum leikjum, en FHL er án stiga.
- Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, kvennadeild
Boginn kl. 19
FHL - Þór/KA
Leikurinn í kvöld er ekki hreinn úrslitaleikur heldur einfaldlega síðasti leikur í deildinni. Það fer svo eftir úrslitum leiksins hvort Þór/KA eða Tindastóll vinnur mótið. Þór/KA2 vann kvennadeild Kjarnafæðimótsins í fyrra.
Þór/KA2, sigurvegarar kvennadeildar Kjarnafæðimótsins 2024.