Fara í efni
KA/Þór

Tap fyrir ÍBV og fall blasir við KA/Þór

Matea Lonac lék mjög vel í dag en það dugði skammt gegn ÍBV. Ljósmynd Skapti Hallgrímsson

Útlitið dökknaði enn hjá kvennaliði KA/Þórs í handbolta þegar ÍBV kom í heimsókn í KA-heimilið í dag og hélt á brott með bæði stigin sem í boði voru. ÍBV sigraði örugglega, 27:18, og því miður virðist ekkert geta komið í veg fyrir að Stelpurnar okkar falli úr efstu deild Íslandsmótsins.

Leikurinn í dag var tólta tap KA/Þórs í röð. Liðið er í neðsta sæti deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir og verður að vinna þá báða til að halda sætinu; heima gegn Aftureldingu, sem er þremur stigum fyrir ofan KA/Þór, og síðan Fram á útivelli í síðustu umferðinni.

ÍBV tók snemma forystuna í dag, jók hana hægt og örugglega og sigurinn var mjög öruggur eins og tölurnar gefa til kynna. Staðan í hállfeik var 15:9.

Matea Lonac var besti leikmaður KA/Þórs í dag, varði 13 skot (38,2%) skv. tölfræði HB Statz.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna