KA/Þór
Stelpurnar í KA/Þór taka á móti Haukum í dag
13.01.2024 kl. 12:50
Lydía Gunnþórsdóttir og samherjar í KA/Þór taka á móti Haukum í dag. Lydía var tilnefnd í kjöri íþróttamanns ársins hjá Þór og hlaut á dögunum Böggubikarinn á afmælishófi KA. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
KA/Þór fær lið Hauka í heimsókn í dag í 12. umferð Olísdeildarinnar, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Leikurinn hefst kl. 15.30 í KA-heimilinu. Þetta er fyrsti heimaleikur Stelpnanna okkar á árinu.
Haukar hafa leikið vel í vetur og eru í öðru sæti deildarinnar með 18 stig að loknum 11 leikjum. Þeir hafa aðeins tapað tvívegis í vetur en hið unga lið KA/Þórs hefur hins vegar átt erfiðara uppdráttar. Liðið tapaði fyrir Stjörnunni í Garðabæ á dögunum og fór við það niður í næst neðsti sæti deildarinnar. Ástæða er til að hvetja fólk til að mæta á leikinn og styðja við bakið á stelpunum.