Fara í efni
KA/Þór

Akureyrarliðin duttu bæði í lukkupottinn

Hulda Bryndís Tryggvadóttir og Árni Bragi Eyjólfsson. Ljósmyndir: Þórir Tryggvason.

Lið KA/Þórs og KA ættu bæði að sigra andstæðingana auðveldlega í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í handbolta. Dregið var á hádeginu: Stelpurnar í KA/Þór mæta liði Fjölnis Fylkis á útivelli og KA-menn sækja Vængi Júpíters heim. 

Kvennalið Fjölnis Fylkis er neðst í neðri deild Íslandsmótsins, Grill 66 deildinni, og karlalið Vængja Júpíters er næst neðst á þeim vettvangi.

Einnig var dregið í átta liða úrslitum. Komist Akureyrarliðin þangað mætir kvennalið KA/Þórs annað hvort Aftureldingu eða Stjörnunni og KA-strákarnir leika þá á útivelli gegn Gróttu eða Stjörnunni.

Leikir í 16-liða úrslitum kvenna fara fram fimmtudaginn 8. apríl en hjá körlunum degi síðar. Átta liða úrslit beggja kynja eru svo á dagskrá strax í kjölfarið, sunnudaginn 11. apríl.

16-liða úrslit kvenna
ÍR – Haukar
Selfoss – FH
Grótta – ÍBV
FjölnirFylkir – KAÞór
HK – Valur
Afturelding – Stjarnan
Víkingur og Fram sátu yfir í 16-liða úrslitum.

Átta liða úrslit
Víkingur – Selfoss/FH
Afturelding/Stjarnan – FjölnirFylkir/KAÞór
Grótta/ÍBV – HK/Valur
ÍR/Haukar – Fram

16-liða úrslit karla
Vængir Júpiters – KA
Grótta – Stjarnan
FH – Haukar/Selfoss
Afturelding – ÍBV
Kría – ÍR
HK – Fram
Víkingur – Valur
Mílan – Fjölnir

Átta liða úrslit
Kría/ÍR – HK/Fram
Grótta/Stjarnan – Vængir Júpiters/KA
Afturelding/ÍBV – Mílan/Fjölnir
Víkingur/Valur – FH/Haukar/Selfoss