Fara í efni
Jóhann Árelíuz

Stelpustrákur

EYRARPÚKINN - 1

Ég átti að verða stelpa og hljóp systir undir vegg þegar móeygur hnokki leit dagsins ljós og grét.

Dystu langaði í litla systur og höfðu þau pabbi vonast eftir þægri telpu því nóg var bræðra og pabbi ósáttur við frekari fjölgun.

Náði mamma aldrei samri líkamsheilsu eftir fæðinguna en hún hafði tvo um fertugt þegar ég kom í heiminn.

Kannski var það ástæða þess að mamma klæddi mig ungan stundum í kjól með sóleyjargulum blómum, hann fór svo vel við lokka hársins dökka.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  •  Stelpustrákur er fyrsti kafli Eyrarpúkans, gáskafulls skáldverks sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Pétur læknir

Jóhann Árelíuz skrifar
27. apríl 2025 | kl. 06:00

Lútur á grænni flösku

Jóhann Árelíuz skrifar
20. apríl 2025 | kl. 06:00

Uss í görðum

Jóhann Árelíuz skrifar
13. apríl 2025 | kl. 06:00

Rabbabari á skúrþaki

Skapti Hallgrímsson skrifar
06. apríl 2025 | kl. 09:00

Selur í eldhúsvaski

Jóhann Árelíuz skrifar
30. mars 2025 | kl. 09:00

Jói Víglunds

Jóhann Árelíuz skrifar
23. mars 2025 | kl. 06:00