Fara í efni
Jóhann Árelíuz

Sandhóllinn

EYRARPÚKINN - 29

Fimm mínútur yfir tólf glumdi okkur skólabjallan þann vetur og vildi gleymast matur í leikjum morgunstundar.

Aðalstaðurinn Sandhóllinn ofar Togarabryggju og var bratt fjall þegar við renndum okkur í skriðum og keyrðum vörubíla í hlíðum.

Svo rigndi og við Stebbi Rut hossuðumst í skrjóð Garðars gamla slor og hrepptum síld í Krossanesi.

Mamma bjó til brimsaltar bollur úr síldinni og sagði af manninum sem sporðrenndi nítján silfurfiskum uns honum varð að orði Það er bein í síldinni!

Eins gerði mamma ufsabollur en ufsinn var ekki talinn mannamatur frekar en karfinn sem ég læddist með úr móttökunni. Jón verkstjóri hrósaði karfanum og pabba þótti hann góður og steikti sig sjálfur.

Svo fékk ég að sitja í skuti Fidda úr Hríseyjargötu og vitja netja þegar gerði strokk úr fjarðarbotni og lömdumst við lengi áður en við náðum lægi sunnan Togarabryggju.

Það var frækileg sjóferð og við rennandi eftir öldur eins hvítfextar og háar og á bókarkápu Sigurðar frá Balaskarði.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Sandhóllinn er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Pétur læknir

Jóhann Árelíuz skrifar
27. apríl 2025 | kl. 06:00

Lútur á grænni flösku

Jóhann Árelíuz skrifar
20. apríl 2025 | kl. 06:00

Uss í görðum

Jóhann Árelíuz skrifar
13. apríl 2025 | kl. 06:00

Rabbabari á skúrþaki

Skapti Hallgrímsson skrifar
06. apríl 2025 | kl. 09:00

Selur í eldhúsvaski

Jóhann Árelíuz skrifar
30. mars 2025 | kl. 09:00

Jói Víglunds

Jóhann Árelíuz skrifar
23. mars 2025 | kl. 06:00