Fara í efni
Jóhann Árelíuz

Innilaugin

EYRARPÚKINN - 17

Innilaugin var vin í vetrarríki og fátt vissum við betra en sund á dimmum dögum og hélt oft strolla Eyrarpúka uppí þá grænu laug og blönduðust Raggalið og Simma rétt eins og KA og Þór í ÍBA.

Varðaraugu Magnúsar og Ólafs gamla vökul en þegar þeirra gætti ekki stungum við okkur af gluggasyllum og ofnum og kipptum skýlum hver af öðrum og kepptum um hver gæti kafað lengst og var ekki púki með púkum nema hann kæmist þrjár til fjórar ferðir og naut ég lungna er sprungu ekki fyrsta fetið.

Var sú grænflísótta laug með gluggum mót Andapolli og ljósum svo bjóðandi hlýjum að freistuðu til sífelldrar köfunar sannkölluð vatnsins paradís.

Á sunnudagsmorgni stilltum við okkur í halaróu með misgleiðar lappir og galdurinn að synda í gegnum þröng og krókótt göngin án þess að snerta kálfa eða læri.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Innilaugin er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Jól í Eyrarvegi 35

Jóhann Árelíuz skrifar
22. desember 2024 | kl. 16:00

Íþróttasíða Halls Símonarsonar

Jóhann Árelíuz skrifar
08. desember 2024 | kl. 13:00

Öskudagurinn

Jóhann Árelíuz skrifar
01. desember 2024 | kl. 06:00

Hangið aftan í

Jóhann Árelíuz skrifar
24. nóvember 2024 | kl. 06:00

Glataði sonurinn

Jóhann Árelíuz skrifar
17. nóvember 2024 | kl. 11:00

Heimsóknir og bæjarferðir

Jóhann Árelíuz skrifar
10. nóvember 2024 | kl. 13:30