Fara í efni
Jóhann Árelíuz

Í Hreiðarsskóla

EYRARPÚKINN - 2

Fullur eftirvæntingar hélt ég af stað upp Eyrarveginn.

Ertu í smábarnaskóla greyið söng í Simma þegar hann skældi sig framan í mig en ég kunni nafngiftinni illa.

Hreiðarsskóli tveggja hæða hús með lágu risi og eins og hálfkarað þrátt fyrir háan aldur þar sem það húkti á horni Geisla- og Gránufélagsgötu.

Hreiðar Stefánsson gékk hljóðandi um stofuna með litla flugvél í hægri hendi og sagði Sss! enda samdi Hreiðar æfingabók í hljóðlestri sem hét Óskasteinninn á tunglinu ásamt konu sinni Jennu Jónsdóttur.

Fór allt í baklás þegar Hreiðar beygði sig yfir mig hvæsandi Segðu H! og ætlaði maður aldrei að losna undan þeim andardrætti og þó lagði ég mig fram í leirhnoði og mótaði margar styttur af Hreiðari sitjandi á klósettinu.

Segðu H! geltum við strákar uppí stelpurnar lakkríssvartir.

Vermdi ég skammarkrókinn oftast allra og skápinn kalda en Palli Sól sat aftastur þegar hann var ekki í skammarkróknum eða skápnum niðri, teiknaði herskip og fýldi grön.

Palli var eldhærður og árinu yngri en við hin og settur í í smábarnaskólann sökum oflæsis frá unga aldri.

Hann minnti mig á söguna um Palla sem var einn í heiminum.

Bárum við saman bækur okkar og kölluðum Gagn og gaman Kúk og piss.

Sól, sól, sól.
Óli sá stól.Lóa sá sól.

Og þó setan væri ekki löng í smábarnaskólanum ætluðu stundirnar aldrei að líða þegar ég barðist við bókstafina eins og fugl í búri en hjartað söng norðangarranum lof og prís.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Hreiðarsskóli er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Jól í Eyrarvegi 35

Jóhann Árelíuz skrifar
22. desember 2024 | kl. 16:00

Innilaugin

Jóhann Árelíuz skrifar
15. desember 2024 | kl. 06:00

Íþróttasíða Halls Símonarsonar

Jóhann Árelíuz skrifar
08. desember 2024 | kl. 13:00

Öskudagurinn

Jóhann Árelíuz skrifar
01. desember 2024 | kl. 06:00

Hangið aftan í

Jóhann Árelíuz skrifar
24. nóvember 2024 | kl. 06:00

Glataði sonurinn

Jóhann Árelíuz skrifar
17. nóvember 2024 | kl. 11:00