Fara í efni
Jóhann Árelíuz

Hádegislúrinn

EYRARPÚKINN - 25

Þó ég eigi erfitt með að haldast kyrr missi ég sjaldan af hádegislúrnum.

Stundum verð ég þó frá að hverfa að beiðni mömmu þegar svefn vill ekki síga á brár og enginn endir er á spurningaflóði.

En oftast kemur yfir mig værð við brúna rúllugardínu þegar mamma hefur dregið ábreiðuna gulu af gulu hjónarúmi og þreytist ég seint á að skoða útskorið flúrið á göflum og fingra rauðir rósir, dimmgræna blöð og stilka.

Fyrir ofan höfðalagið svífa englar undir gleri á fölbláum veggnum og eru allir mjúkholda konur í hvítum kyrtlum og fljóta sumar á liljusveigum á vatni sem ber við himin Jesúblíðar í framan.

Á gulri kommóðu mömmu hvíla kvæðabækur ömmu við hlið rauðra safnrita Guðrúnar heitinnar Lárusdóttur.

Mamma er búin að þvo upp, fólk horfið til sinnar vinnu og fullkomin þögn ríkir þegar ég lognast út af við hlið móður minnar í kanelbrúnni skímu.

Innan stundar rís ég upp endurnærður og til í tuskið á túni og í hjöllum.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Hádegislúrinn er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Selur í eldhúsvaski

Jóhann Árelíuz skrifar
30. mars 2025 | kl. 09:00

Jói Víglunds

Jóhann Árelíuz skrifar
23. mars 2025 | kl. 06:00

Wings, Vallass og vínarbrauð

Jóhann Árelíuz skrifar
16. mars 2025 | kl. 06:00

Sandhóllinn

Jóhann Árelíuz skrifar
09. mars 2025 | kl. 06:00

Brúsaburður

Jóhann Árelíuz skrifar
02. mars 2025 | kl. 15:15

Bílnum stolið

Jóhann Árelíuz skrifar
23. febrúar 2025 | kl. 06:00