Fara í efni
Gervigreind

Verkföll boðuð í MA, VMA og Tónlistarskólanum

Verkföll kennara hefjast í fimm framhaldsskólum – þar á meðal bæði Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum á Akureyri – þann 21. febrúar hafi samningar ekki náðst. Sama dag hefst verkfall í Tónlistarskólanum á Akureyri hafi samningar ekki náðst. Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands.
 
Hinir framhaldsskólarnir sem kennaraverkfallið nær til, ef af verður, eru Borgarholtsskóli í Reykjavík, Verkmenntaskóli Austurlands í Neskaupstað og Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði og á Patreksfirði.
 
Kjörstjórn Kennarasambandsins kynnti í dag niðurstöður í atkvæðagreiðslum um boðun verkfalla í umræddum skólum.
 

Verkfallsaðgerðir voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta í öllum fimm framhaldsskólunum. Kjörsókn var í öllum tilfellum góð eða á bilinu 88% til 100%. Atkvæðagreiðsla stóð dagana 3.-5. febrúar 2025. Verkföllin verða ótímabundin.

Á vef Kennarasambands Íslands kemur einnig fram að verkfallsaðgerðir félagsmanna í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum hafi verið samþykktir með öllum greiddum atkvæðum í Tónlistarskólanum á Akureyri og að kjörsókn hafi verið góð, eða 87%. Verkfallið verður tímabundið og stendur frá 21. febrúar og til og með 4. apríl, hafi samningar ekki náðst.

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45

Nokkur heilræði varðandi gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
01. október 2024 | kl. 09:30