Fara í efni
Gervigreind

Samningar náðust – verkföllum aflýst

Frá samstöðugöngu kennara fyrr í mánuðinum. Mynd: Þorgeir Baldursson.

Nýir kjarasamningar milli Kennarasambands Íslands annars vegar og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefndar ríkisins hins vegar voru undirritaðir á tólfta tímanum í kvöld. 

Samningafundur var boðaður kl. 15 og bárust fréttir af því undir kvöld að skriður væri kominn á viðræður deiluaðila. Deginum lauk svo með undirritun samninga og hefðbundinni vöffluveislu hjá ríkissáttasemjara. Nýju samningarnir gilda til ársins 2028 og færa kennurum 24% launahækkun, að því er fram kemur í frétt Rúv af undirrituninni.

  • Verkföllum aflýst. Með undirrituninni er öllum verkföllum kennara aflýst og hefst skólastarf í VMA, MA og Tónlistarskólanum á Akureyri í fyrramálið.
  • Kennsla í MA hefst kl. 10. Í tilkynningu frá Karli Frímannssyni, skólameistara MA, á vef skólans kemur fram að kennsla hefjist í fyrramálið, miðvikudaginn 26. febrúar, kl. 10, samkvæmt stundaskrá. Í tilkynningu á vef VMA
  • Kennsla í VMA hefst kl. 11:20. Á vef Verkmenntaskólans á Akureyri er því fagnað að verkfallið varð ekki lengra en raun ber vitni, en tekið fram að fyrirvarinn fyrir nemendur og kennara sé ansi stuttur þannig að kennsla muni hefjast samkvæmt stundaskrá kl. 11:20 miðvikudaginn 26. febrúar. Skólinn verður opinn frá kl. 8:00 þannig að nemendur geta mætt fyrr, en kennsla hjá nemendum á sérnámsbraut hefst kl. 8:30. Kennsla í kvöldskóla og fjarnámi verður einnig samkvæmt skipulagi frá og með miðvikudeginum. Mötuneytið í Gryfju verður opið. 

Sveitarfélögin samþykktu einróma

Í frétt Vísis er vitnað í Akureyringinn Heiðu Björg Hilmisdóttur, borgarstjóra í Reykjavík og formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem hún staðfestir að sveitarfélögin hafi einróma samþykkt samninginn sem undirritaður hafi verið. Þar kemur einnig fram að lítill munur sé á þessum nýja kjarasamningi og innanhússtillögunni sem sveitarfélögin höfnuðu síðastliðinn föstudag. 

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45

Nokkur heilræði varðandi gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
01. október 2024 | kl. 09:30