Hver er þróunin eftir sameiningu og göng?

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, flytur í dag erindi á opinni málstofu deildarinnar – erindið kallar hann Þegar tvær sjávarbyggðir urðu að einni – Félagsleg og efnahagsleg þróun á Siglufirði og Ólafsfirði eftir sameiningu og göng.
Eins og áður eru öll velkomin á viðburðinn. Í tilkynningu segir: Grétar mun kynna niðurstöður úr norrænni rannsókn á aðlögunarhæfni strandbyggða á Vestur-Norðurlöndum og Norður-Noregi í verkefninu NORVALUE: Value Chains and Resilient Coastal Communities in the Nordic Atlantic.
„Í rannsókninni voru byggðir á Íslandi skoðaðar, þar á meðal Siglufjörður og Ólafsfjörður, sem sameinuðust í Fjallabyggð árið 2006. Verkefnið leggur áherslu á félags- og efnahagsleg áhrif sameiningarinnar, opnun Héðinsfjarðarganga, og þær breytingar sem fylgdu í menntun, ferðaþjónustu og þekkingariðnaði.“
Málstofan, sem stendur frá kl. 12.10 til 13.00, fer fram í stofu M102 og verður einnig streymt frá henni hér.


Aðventa

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Lýðræði á tímum gervigreindar
