Jafnréttisdagar hefjast í háskólum landsins

Jafnréttisdagar eru haldnir árlega af háskólum landsins, en í ár er 17. árið sem kastljósinu er beint að jafnrétti á hinum ýmsu sviðum samfélagsins. 'Hatursorðræða og mismunun' eru meginþemu daganna í ár, en dagskrá hefst í dag, 10. febrúar og fjölmargir viðburðir eru á dagskrá næstu þrjá dagana.
Fyrsta erindi í Háskólanum á Akureyri verður á milli 12 og 13, á morgun, bæði á staðnum og í streymi. Erindið fjallar um inngildingu starfsfólks og nemenda sem eru af erlendu bergi brotin og flutt af Audrey Louise Matthews, lektor við Hjúkrunarfræðideild.
Gervigreind, áskoranir jafnréttisvitundar í Bandaríkjunum o.fl.
Fleiri umfjöllunarefni í ár eru til dæmis möguleikar gervigreindar til að draga úr mismunun á vinnumarkaði, Kvennaárið 2025, herferð Bandaríkjaforseta gegn jafnréttismeðvitund og mannréttindum, stjórnmálavæðing lögreglu og samspil hatursorðræðu við gervigreind, samfélagsmiðlar og upplýsingaóreiða. Þetta er aðeins brot af þeim fjölbreyttu viðburðum sem verða í boði á dögunum í ár og þeir verða ýmist á staðnum eða í streymi. HÉR má skoða heimasíðu Jafnréttisdaga og sjá yfirlit yfir alla viðburði.
Viðburðirnir sem eru haldnir í Háskólanum á Akureyri eru eftirfarandi:
- Þriðjudaginn 11. febrúar: Inngilding erlends starfsfólks og nemenda: Hvernig getum við gert betur? Audrey Louise Matthews, lektor við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri flytur erindi á ensku milli klukkan 12:00 og 13:00. Háskólinn á Akureyri, M-101; Einnig í streymi.
- Miðvikudaginn 12. febrúar: Hvað gerir Bergið Headspace? Thelma Eyfjörð Jónsdóttir og Björgvin Heiðarr koma frá Berginu Headspace og kynna starfsemi þess milli klukkan 12:00 og 13:00. Háskólinn á Akureyri, M-101; Einnig í streymi.
- Fimmtudaginn 13. febrúar: Jafnréttisvöfflur til heiðurs nýrrar jafnréttisáætlunar í Miðborg í Háskólanum á Akureyri milli klukkan 09:15-10:00, en þar mun Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor HA, kynna nýja jafnréttisáætlun skólans.
- Fimmtudaginn 13. febrúar: Málþingið „Hatursorðræða: Þróun og áskoranir á tímum gervigreindar, samfélagsmiðla og upplýsingaóreiðu“ mun fara fram í M101 og í streymi, milli kl. 10:00 og 11:30. Þar flytja Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, Helgi Freyr Hafþórsson, verkefnastjóri margmiðlunar hjá KHA og Ingunn Lára Kristjánsdóttir, verkefnastjóri fréttaþjónustu á samfélagsmiðlum hjá RÚV, ávörp. Að þeim loknum fara fram panelumræður. Fundarstjóri er Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur.


Aðventa

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Lýðræði á tímum gervigreindar
