Fara í efni
Gervigreind

Jafnréttisdagar hefjast í háskólum landsins

Jafnréttisdagar eru haldnir árlega af háskólum landsins, en í ár er 17. árið sem kastljósinu er beint að jafnrétti á hinum ýmsu sviðum samfélagsins. 'Hatursorðræða og mismunun' eru meginþemu daganna í ár, en dagskrá hefst í dag, 10. febrúar og fjölmargir viðburðir eru á dagskrá næstu þrjá dagana.

Fyrsta erindi í Háskólanum á Akureyri verður á milli 12 og 13, á morgun, bæði á staðnum og í streymi. Erindið fjallar um inngildingu starfsfólks og nemenda sem eru af erlendu bergi brotin og flutt af Audrey Louise Matthews, lektor við Hjúkrunarfræðideild. 

Gervigreind, áskoranir jafnréttisvitundar í Bandaríkjunum o.fl.

Fleiri umfjöllunarefni í ár eru til dæmis möguleikar gervigreindar til að draga úr mismunun á vinnumarkaði, Kvennaárið 2025, herferð Bandaríkjaforseta gegn jafnréttismeðvitund og mannréttindum, stjórnmálavæðing lögreglu og samspil hatursorðræðu við gervigreind, samfélagsmiðlar og upplýsingaóreiða. Þetta er aðeins brot af þeim fjölbreyttu viðburðum sem verða í boði á dögunum í ár og þeir verða ýmist á staðnum eða í streymi. HÉR má skoða heimasíðu Jafnréttisdaga og sjá yfirlit yfir alla viðburði.

Viðburðirnir sem eru haldnir í Háskólanum á Akureyri eru eftirfarandi: 

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45

Nokkur heilræði varðandi gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
01. október 2024 | kl. 09:30