Hvað fannst fólki um viðbrögð við Covid-19?

Á opinni málstofu Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri (HA) mun Grétar Þór Eyþórsson prófessor við deildina flytja erindi sem hann kallar COVID-19 faraldurinn á Norðurlöndunum – Mat almennings á sanngirni hafta og öðrum takmörkunum stjórnvalda.
Málstofan, sem hefst kl. 13:15 og stendur í eina klukkustund, fer fram í stofu M102 í Háskólanum á Akureyri og á Zoom. Öll eru velkomin að því er fram kemur á vef HA.
Í erindinu mun Grétar greina frá völdum niðurstöðum úr norrænni rannsókn um stjórnunarlega og skipulagslega þætti sem tengjast viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum. Verkefnið nefnist: Crisis Management in a Polycentric Nordic Local Democracy: Different Governance Structures – Different Results og er styrkt af Norges Forskningsråd.
Grétar tók sjálfur þátt í verkefninu, en hér reifar hann einnig nokkrar niðurstöður kollega sinna en allt þetta er að koma út í bókinni Crisis Management, Governance and Covid-19. Pandemic Policy and Local Government in the Nordic Countries. Edward Elgar Publishing gefur út. Grétar mun greina frá niðurstöðum greininga á mati borgara norrænu landanna á sanngirni aðgerða og hafta og einnig mælinga á trausti hinna almennu borgara til stofnana ríkis og sveitarfélaga í faraldrinum.
Smellið hér til að taka þátt í streymi


Aðventa

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Lýðræði á tímum gervigreindar
