Allir KA-menn klárir í slaginn gegn Víkingi

KA-menn heimsækja Víkinga í kvöld í 2. umferð Bestu deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 19.15.
KA er með eitt stig eftir 2:2 jafntefli við KR á heimavelli í fyrstu umferðinni en Víkingar byrjuðu á að vinna Vestmannaeyinga 2:0 í Víkinni og eru því með þrjú stig.
Allir leikmenn KA eru tilbúnir í slaginn í kvöld. Færeyski sóknarmaðurinn Jóan Símun Edmundsson meiddist gegn Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins á dögunum og misst af viðureigninni við KR en gera má ráð fyrir að hann verði í byrjunarliði KA í kvöld. Þá er danski markvörðurinn William Tönning, sem meiddist einnig gegn Þór, einnig í hópnum í kvöld.
KA og Víkingar mættust þrisvar í fyrrasumar; Reykjavíkurliðið vann fyrri leikinn í deildinni 4:2 á heimavelli, KA vann hins vegar seinni leikinn 1:0 og KA-strákarnir lögðu síðan Víkinga í þeim leik ársins sem mestu máli skipti í sögulegu samhengi; úrslitaleik bikarkeppninnar á Laugardalsvelli. KA-menn fögnuðu þá 2:0 sigri og fyrsta bikarmeistaratitli í knattspyrnu í sögu félagsins.
Leikurinn í Víkinni hefst klukkan 19.15 fyrr segir og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Næstu leikir KA í Bestu deildinni: