Fara í efni
Forsetakosningar 2024

Sjöundi forseti Íslands kjörinn í dag

Forsetakosningar fara fram í dag, laugardaginn 1. júní. Íslendingar kjósa þá sjöunda forseta lýðveldisins. Kjörstaðir í Akureyrarbæ eru í Verkmenntaskólanum, í Hríseyjarskóla og í Félagsheimilinu Múla í Grímsey.

Akureyrarbæ verður skipt í 12 kjördeildir, 10 eru á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey.

  • Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur eigi síðar en klukkan 22:00.

Skipting kjósenda í kjördeildir fer eftir búsetu samkvæmt skráðu lögheimili hjá Þjóðskrá þann 24. apríl. Hægt er að fletta upp í kjörskrá á vef Þjóðskrár á slóðinni: www.kosning.is

Í tilkynningu frá kjörstjórn er kjósendum í Hrísey og Grímsey bent á að kjörstað kann að verða lokað fyrr. Þeir eru því hvattir til að mæta á kjörstað fyrir kl. 14:00. Kjörstaðir í Hrísey og Grímsey verða að lágmarki opnir til kl. 14:00 nema allir á kjörskrá hafi kosið fyrir þann tíma.

12 ERU Í FRAMBOÐI

  • Arn­ar Þór Jóns­son
  • Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir
  • Ástþór Magnús­son
  • Bald­ur Þór­halls­son
  • Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son
  • Halla Hrund Loga­dótt­ir
  • Halla Tóm­as­dótt­ir
  • Helga Þóris­dótt­ir
  • Jón Gn­arr
  • Katrín Jak­obs­dótt­ir
  • Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir
  • Vikt­or Trausta­son

Kjósendum ber að sýna persónuskilríki eða önnur kennivottorð á kjörfundi.

Kjörstjórn vekur athygli á því að þeir sem eru á kjörskrá utan Akureyrar geta kosið utankjörfundar að Geislagötu 5 við Bankastíg (gamla Arionbankahúsið) til kl. 17:00 á kjördag.

Smelltu hér til að sjá götuskrá í kjördeildum