Fara í efni
Forsetakosningar 2024

Halla Tómasdóttir kjörin forseti Íslands

Halla Tómasdóttir var kjörin forseti Íslands í gær með miklum yfirburðum. Hún hlaut 34,3% atkvæða en Katrín Jakobsdóttir hlaut 25,2%. Halla er sjöundi forseti lýðveldisins og verður sett í embætti 1. ágúst.

Kjörsókn var 80,8% – sú mesta síðan í forsetakosningunum 1996.

Halla er 55 ára, rekstr­ar­hag­fræðing­ur að mennt. Eiginmaður hennar er Björn Skúlason og börn þeirra Tóm­as Bjartur 22 ára og Auður Ínu 20 ára.

  • Á kjörskrá voru 266.935
  • 215.635 kusu, sem er 80,8% kjörsókn
  • Auð og ógild atkvæði: 1.317

Atkvæði féllu þannig í gær á landsvísu:

  • Halla Tómasdóttir – 73.182 – 34,1%
  • Katrín Jakobsdóttir –  53.980 – 25,2%
  • Halla Hrund Logadóttir – 33.601 – 15,7%
  • Jón Gnarr – 21.634 – 10,1% 
  • Baldur Þórhallsson – 18.030 – 8,4%
  • Arnar Þór Jónsson – 10.881 – 5,1%
  • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir – 1.383 – 0,6%
  • Ástþór Ástþór Magnússon Wium – 465 – 0,2%
  • Ásdís Rán Gunnarsdóttir – 394 – 0,2%
  • Viktor Traustason – 392 – 0,2%
  • Helga Þórisdóttir – 275 – 0,1%
  • Eiríkur Ingi Jóhannsson – 101 – 0,0%

Halla Tómasdóttir fékk 34,81% atkvæða í Norðausturkjördæmi, Katrín Jakobsdóttir 22,49% og Halla Hrund Logadóttir 20,61%.

Halla Tómsdóttir og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, á framboðsfundi í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í síðasta mánuði. Mynd: Þorgeir Baldursson