Fara í efni
easyJet

Niceair gerir hlé á allri starfsemi

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Niceair hefur aflýst flugi frá og með morgundeginum og gerir hlé á allri sinni starfsemi um óákveðinn tíma. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri félagsins, hefur staðfest þetta við bæði RÚV og mbl.is. Ástæðuna segir hann þá að HiFly, erlendur samstarfsaðili Niceair, stóð ekki í skilum við afborganir til flugvélaeigenda.

Leysist kannski fyrir sumarið

Þorvaldur Lúðvík segir við RÚV að þrátt fyrir það að Niceair hafi greitt allar sínar afborganir, hafi þær ekki skilað sér til eiganda flugvélarinnar. Því hafi þeir misst flugvélina og er gert ókleift að uppfylla skyldur sínar gagnvart flugfarþegum.

Þorvaldur segir á mbl.is að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort starfs­fólki félags­ins verði sagt upp. „Það gæti vel verið að þetta leys­ist fyr­ir sum­arið. Okk­ur er gert ókleift að halda áfram að selja miða á meðan við erum ekki klár með vél. Við erum búin að róa lífróður að reyna að finna vél und­an­farna daga,“ seg­ir Þor­vald­ur við mbl.is.

Fjármögnun var lokið

Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu seg­ir að þrátt fyr­ir góðan ár­ang­ur á síðastliðnu ári, sterka bók­un­ar­stöðu og góðar horf­ur inn í árið, þá sé kom­in upp staða sem geri Nicea­ir ómögu­legt að veita þá þjón­ustu sem til stóð.

„Þetta er sorg­leg niðurstaða í ljósi þess ár­ang­urs sem náðst hef­ur til þessa og góðra framtíðar­horfa,auk þess sem fé­lagið hef­ur rétt lokið við fjár­mögn­un­ar­lotu sem tryggja á rekst­ur þess fram veg­inn, en sú veg­ferð hef­ur staðið yfir frá ára­mót­um. Við höf­um haldið úti reglu­legu áætl­un­ar­flugi milli Norður­lands og Kaup­manna­hafn­ar og Teneri­fe síðan í júní á síðastliðnu ári með 71% sæta­nýt­ingu.

Frétt RÚV

Frétt mbl.is

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson