Fara í efni
Bogfimi

Gullverðlaun á NM ungmenna í bogfimi

Sámuel Petersen, Norðurlandameistari U21 með trissuboga. Mynd: archery.is.

Sámuel Peterson frá Íþróttafélaginu Akri á Akureyri vann á dögunum Norðurlandameistaratitil í keppni með trissuboga í U21 árs flokki. Keppendur frá Akri unnu samtals til þrennra verðlauna, settu tvö Norðurlandamet og eitt Íslandsmet, ásamt fjölda landsliðsmeta. Sámuel vann ekki aðeins gull í einstaklingskeppninni heldur einnig silfurverðlaun í liðakeppni U21, ásamt því að setja tvö landsliðsmet og tvö Norðurlandamet. 

Sigur Sámuels er athygli verður í því ljósi að búnaður hans barst ekki í tæka tíð fyrir mótið og þurfti hann því að fá lánaðan búnað. Mótið var sýnt í beinni útsendingu á YouTube, með aðstoð frá starfsfólki Bogfimisambands Íslands.

Hér er hægt að horfa á úrslitaviðureign Sámuels og Norðmannsins Jakobs Lorentzen, ásamt fleiri viðureignum á mótinu.

Íslendingar unnu til silfurverðlauna í liðakeppni karla U21 og bronsverðlauna í liðakeppni kvenna U21 árs, en í því liði var Anna María Alfreðsdóttir frá Akri. Þess má geta að Anna María hefur glímt við meiðsli og hefur því ekki verið að skjóta mikið. Hún skaut til dæmis ekki öllum örvum í undankeppni NM ungmenna sökum þess. Aðrir keppendur frá Akri, sem einnig náðu góðum árangri og sumir með landsmet og Íslandsmet voru Máni Gautason Presburg, Þórir Steingrímsson og Nanna Líf Gautadóttir Presburg.

Nánar er fjallað um árangur keppendanna frá Akri á vef Bogfimisambandsins, bogfimi.is, og á bogfimivefnum archery.is.

Myndaalbúm frá mótinu: NUM 2023 - Bogfimisamband Íslands BFSÍ - WorldArchery Iceland WAI (smugmug.com)