Fara í efni
Bogfimi

Alfreð hlaut silfur í bogfimi á heimsleikum

Alfreð Birgisson, lengst til vinstri, á verðlaunapallinum á Heimsleikum lögreglu- og slökkviliðsmanna.

Alfreð Birgisson úr Íþróttafélaginu Akri og Slökkviliði Akureyrar hlaut silfurverðlaun í bogfimi á heimsleikum lögreglu- og slökkviliðsmanna, World Police & Fire Games (WPFG), sem haldnir voru í Rotterdam í Hollandi á dögunum.

„Alfreð keppti í markbogfimi 900 umferð þar sem skotið er 30 örvum á 122 cm skífu á þremur fjarlægðum (40, 50 og 60 metrum) samtals 90 örvum með hámarksskorið 900 stig,“ segir í frétt á vef Bogfimisambands Íslands. „Alfreð skoraði 865 stig sem telst nokkuð gott miðað við að 900 umferð er ekki algeng keppnisgrein á Íslandi. Einnig var keppt í víðavangsbogfimi og 3D bogfimi á mótinu en Alfreð var aðeins skráður til keppni í markbogfimi að þessu sinni.“

Heimsleikar lögreglu- og slökkviliðsmanna eru haldnir á tveggja ára fresti. Um 10.000 lögregluþjónar, slökkviliðsmenn og fangaverðir á öllum aldri frá 70 þjóðum kepptu í 63 íþróttagreinum á leikunum í Rotterdam. Leikarnir eru með stærri fjölíþróttaleikum í heiminum, segir á vef Bogfimisambandsins.

Smellið hér til að lesa nánar um afrek Alfreðs.