Blak
Blaklið KA mæta Þrótti í Laugardalshöll í dag
30.11.2024 kl. 11:30
Í dag er ekki bara kjördagur. Í dag er líka leikdagur hjá kvennaliði og karlaliði KA í blaki.
Blaklið KA fara í svokallaðan tvíhöfða gegn Þrótti í Reykjavík í dag. Karlalið félaganna mætast kl. 13 og kvennaliðin kl. 15:15. Bæði KA-liðin eru í toppbaráttu, sitja reyndar bæði í 2. sæti deildanna sem stendur. Hamar er á toppi Unbroken-deildar karla með 26 stig, en KA fylgir fast á eftir með 24 stig. Völsungur er á toppi Unbroken-deildar kvenna, en KA er í 2. sæti með 21 stig.
- Unbroken-deild karla í blaki
Laugardalshöll kl. 13
Þróttur R. - KA - Unbroken-deild kvenna í blaki
Laugardalshöll kl. 15:15
Þróttur R. - KA