Fara í efni
Baldvin Þór Magnússon

Hafdís og Silja keppa á EM í götuhjólreiðum

Hafdís Sigurðardóttir og Silja Jóhannesdóttir á HM 2023. Aðsend mynd.

Hjólreiðafélag Akureyrar á tvo fulltrúa í íslenska keppnishópnum á Evrópumeistaramótinu í götuhjólreiðum sem haldið verður í Belgíu næstu daga. Hafdís Sigurðardóttir og Silja Jóhannesdóttir keppa báðar í Elite-flokki.

Fyrsti keppnisdagurinn er á morgun, miðvikudag, en þá fer fram tímatökukeppni í öllum flokkum og á laugardag keppa þær í götuhjólakeppninni. Tímasetningar og aðrar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu keppninnar. Hafdís endaði í 52. sæti í tímatökukeppninni í fyrra.