Fara í efni
Akureyrarkirkja

Kirkjutröppurnar á sinn stað – MYNDIR

Starfsmenn verktakafyrirtækisins Finns ehf og Akureyrarbæjar við nýju kirkjutröppurnar í dag. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Í dag var hafist handa við að hífa nýjar kirkjutröppur á sinn stað neðan Akureyrarkirkju. Um er að ræða forsteyptar einingar. Ekki er ljóst hvenær lokið verður við að koma öllum tröppum fyrir en framkvæmdum á svæðinu á að að ljúka í lok júlí skv. síðustu áætlun sem Akureyri.net veit af.

Framkvæmdir hófust í lok júní á síðasta ári og ljóst að margir bíða spenntir eftir því að geta trítlað upp tröppur á þessum fallega stað á ný. Að sögn starfsmanna sem Akureyri.net hitti í dag verða tröppurnar jafn margar og áður. Það var vinsæll samkvæmisleikur að láta fólk geta sér til um hve þessar frægustu kirkjutröppur landsins væru margar – og jafnvel deilt um fjöldann. Það fór eftir því hver taldi og hvar byrjað var að telja ...

Sjón er sögu ríkari. Fjallað verður nánar um verkið síðar en hér má sjá myndir frá vettvangi í dag.