Fara í efni
Umræðan

Nýja viðbyggingin við SAk

Til stendur að byggja nýja 10 þús. fm viðbyggingu við Sjúkrahúsið á Akureyri, SAk, og er samkvæmt fréttum um nýja legudeild að ræða og ekki vanþörf á. Þetta sýnist verða um stóra og mikla viðbyggingu að ræða og án þess að ég sé fagmaður á sviði byggingalistar og þá ekki arkitekt þá hef ég réttilega mínar skoðanir og ekki síst er lítur að fegurð og hagkvæmni í uppbyggingu er varða minn yndislega heimabæ, Akureyri þar sem ég er fæddur og uppalinn.

Það stakk mig strax í augun í sambandi við teikningu af væntanlegu nýju SAk en það er sú álma sem kemur eins og ég vil kalla „skrattinn úr sauðarleggnum“ suð austur úr aðalbyggingunni og þar með rústar öllu bílastæðasvæði og hlýtur þá að koma aukinn kostnaður við uppbyggingu nýs bílastæðis, sem er mjög umfangsmikið og væntanlega nýr þyrlupallur að auki, sem þykir nauðsynlegur við hvert alvörusjúkrahús.

En það sem e.t.v. stakk mig sérstaklega í augu og ég sannanlega ekki veit hvers vegna er að það virðist enginn akureyrskur arkitekt koma þarna við sögu í sambandi við hönnun þessa miklu byggingar, fólk sem er sannanlega Akureyringar og skyldi ætla að hefði gott auga fyrir staðháttum hér en erlendir aðilar fengnir til verksins, sem ekkert skynbragð hafa á aðstæður hér.

Að lokum til gamans þá hef ég í blaðagreinum sett fram tillögu um að við stækkun SAk kæmi til greina að byggja við austur endann til austurs og þaðan suður Tónatröðina svo langt sem þurfa þykir með stóra glugga í austur og væri þá ekki ónýtt fyrir sjúklinga að hafa útsýni yfir fagran Pollinn okkar og einnig austur í tignarlega Vaðlaheiði. Sleppa ætti suð austur álmunni á nýbyggingunni og þannig mætti vernda bílastæðin og þyrlupallinn líka. En svona verða nú oft hlutirnir þegar að bornir og barnfæddir Akureyringar koma ekki við sögu. EKKI VEIT ÉG HVAÐ VELDUR.

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson er eldri borgari og fæddur og uppalinn Akureyringur

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30