Fara í efni
Umræðan

Hundaskrúðganga á Akureyrarvöku

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Margt skemmtilegt er á döfinni á Akureyrarvöku um komandi helgi. Fyrr í dag benti Akureyri.net á ljósmyndasýningu ÁLFkvenna í verslun Pennans/Eymundssonar og einnig er vert að nefna á að á laugardaginn verður hundaskrúðganga á vegum verslunarinnar gæludýr.is.

„Okkur finnst gangan tilvalin til að bæði efla og vekja athygli á þeirri miklu hundamenningu sem ríkir á Akureyri. Það er nú bara þannig að það er annað hvert heimili hér í bænum með hund,“ segir Helga Hrönn Óladóttir, verslunarstjóri gæludýr.is á Akureyri.

Lagt verður af stað kl. 13.00 frá Gæludýr.is við Baldursnes og genginn stuttur hringur. Grillaðar pylsur verða í boði kl. 14.00 ásamt glaðningum, ráðgjöf og gleði, að því er segir í tilkynningu.

„Við sem vinnum í verslun Gæludýr.is erum svo heppin að hafa fengið hinar ýmsu dýrategundir í heimsókn til okkar, en hjá okkur eru öll dýr velkomin í heimsókn. Það væri því gaman að sameinast með allar þessar hundategundir í stuttri göngu bæði til að vekja athygli á menningu hundasamfélagsins, dáðst að fjölbreyttum tegundum af krúttum og ekki síst að lofa hundunum að hittast. Gæludýrin gefa okkur mannfólkinu heilmikið, veita gleði, sáluhjálp, stuðning og núvitund,“ segir Helga Hrönn.

Af kirkjutröppum og kammerráði

Gísli Sigurgeirsson skrifar
31. október 2024 | kl. 17:00

Flokkur fólksins er fyrir þig

Sigurjón Þórðarson skrifar
31. október 2024 | kl. 13:00

Mjög skiljanleg umræða um EES

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. október 2024 | kl. 18:30

Hvalveiðar og geirfuglinn

Aðalsteinn Árnason skrifar
28. október 2024 | kl. 10:00

Vinnuvikan stytt en álag á nemendur aukið

Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar
27. október 2024 | kl. 16:00

Kennarar kjósa frekar mannúð en úlfúð

Hlín Bolladóttir skrifar
24. október 2024 | kl. 20:45