Fara í efni
Umræðan

Fjölmennasta krakkamót í íshokkí á Íslandi

Metfjöldi iðkenda á íshokkímóti fyrir 10 ára og yngri. Krakkarnir eru hér nýbúin að fá verðlaunapening. Myndir: Rakel Hinriksdóttir

Um helgina hélt Skautafélag Akureyrar stórmót fyrir U8, U10 og krílahóp í íshokkí. Sarah Smiley, yfirþjálfari yngri flokka, segir að sett hafi verið met í fjölda liða, leikja og iðkenda sem tóku þátt. „Ég held ég geti alveg fullyrt það, við höfum aldrei haft svona marga leiki á dagskrá, en þeir voru fimmtíu,“ segir Sarah við Akureyri.net.

„Það er mikil aukning í iðkendafjölda hjá okkur, en það voru 93 krakkar í SA treyju um helgina,“ segir Sarah. „Við þurftum í fyrsta skipti í haust að vísa frá, sumir æfingahóparnir eru einfaldlega fullir.“ Mótið fór vel fram, að sögn Söruh. Það eru þrjú lið sem keppa í yngri flokkum, Skautafélag Akureyrar, Skautafélag Reykjavíkur og Björninn (sem er í raun lið Fjölnis). Skautafélag Hafnarfjarðar hefur hafið keppni í Íslandsmóti meistaraflokks karla, en teflir ekki fram liðum í kvennaflokki eða yngri flokkum. 

SA tefldi fram 10 liðum, SR var með 5 lið og Björninn var með 3. Fleiri myndir frá mótinu birtast síðar.


 

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00