Fara í efni
Pistlar

Þjóðaratkvæðagreiðsla um viðræður við ESB - Af hverju og hvers vegna núna?

Und­an­farið hef­ur umræða um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um fram­hald viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið (ESB) vakið at­hygli og verið áhuga­vert að lesa hinar ólíku hliðar og sjón­ar­mið í þess­ari umræðu. Mik­il­vægt er þó að skýra að slík at­kvæðagreiðsla snýst ekki um fram­hald eldri viðræðna held­ur um upp­haf nýrra viðræðna – og þar ligg­ur veru­leg­ur mun­ur.

Upp­lýst þjóð er lyk­il­atriði

Til að slík þjóðar­at­kvæðagreiðsla sé mark­tæk er lyk­il­atriði að þjóðin fái góðar og grein­argóðar upp­lýs­ing­ar um hvað felst í slík­um viðræðum. Hverj­ir eru kost­irn­ir og gall­arn­ir? Hvað get­ur Ísland fengið frá ESB sem ekki er þegar til staðar í gegn­um EES-samn­ing­inn?

Ef þjóðin kysi að hefja viðræður við ESB væri ekki um ein­falt fram­hald eldri viðræðna að ræða. Evr­ópu­sam­bandið hef­ur breyst um­tals­vert á síðustu árum og sá samn­inga­grunn­ur sem var lagður fram áður er úr sög­unni. Nýj­ar viðræður þýða að við fær­umst inn í ferli sem get­ur verið tíma­frekt og kostnaðarsamt. Þetta er ekki ein­ung­is spurn­ing um viðræður held­ur einnig um aðlög­un að regl­um sam­bands­ins og breyt­ing­ar á ótal sviðum, auk þess sem viðræðuferlið get­ur tekið mörg ár. Í því ljósi ætti þjóðin að gera sér grein fyr­ir því hvað þær viðræður fela í sér. Er það tím­ans og kostnaðar­ins virði að hefja aft­ur viðræður á byrj­un­ar­reit þegar grund­vall­ar­spurn­ing­um, sem sigldu viðræðunum í strand síðast, hef­ur ekki enn verið svarað með full­nægj­andi hætti?

Krón­an eða evr­an

Ef­laust trúa því ein­hverj­ir að inn­ganga í ESB leysi öll okk­ar vanda­mál og er þá litið á evr­una sem galdra­tæki sem bjargað geti öll­um vand­ræðum okk­ar í eitt skipti fyr­ir öll. Evr­ópu­sam­bandið er annað, stærra og meira en bara upp­taka á evru, auk þess sem inn­ganga í sam­bandið er ekki lausn und­an verðbólgu, sem þó fer hratt lækk­andi hér á landi.

En þetta er mik­il­vægt atriði í umræðunni sem gott er að liggi fyr­ir. Því til þess að hægt sé að taka upp evru hér á landi þarf Ísland að upp­fylla Ma­astricht-skil­yrðin, sem fela í sér meðal ann­ars fjár­hags­leg­an stöðug­leika, lágt skulda­hlut­fall og stöðuga vexti. Vissu­lega ástand sem er ákjós­an­legt en þetta er langt ferli sem myndi krefjast ótal efna­hags­legra um­bóta og ekki víst að slík­ar um­bæt­ur ná­ist. En ef þær nást vakn­ar spurn­ing­in hvort þetta er skref sem við þurf­um að stíga.

Hags­mun­um Íslands bet­ur komið utan ESB

Við í Fram­sókn erum þeirr­ar skoðunar að hags­mun­um Íslands sé bet­ur borgið utan Evr­ópu­sam­bands­ins, en inn­an EES. Ísland, Nor­eg­ur og Sviss, sem öll standa utan Evr­ópu­sam­bands­ins, eru á meðal þeirra landa sem telj­ast hafa hvað best lífs­kjör í ver­öld­inni. EES-samn­ing­ur­inn veit­ir Íslandi aðgang að einu stærsta viðskipta­svæði heims án þess að þurfa að hlíta ströng­um regl­um og stefn­um ESB.

Við höf­um öll tæki­færi til þess að ná tök­um á ástand­inu og eru þegar far­in að sjást sterk merki um það núna þegar verðbólga er á hraðri niður­leið. Við í Fram­sókn höf­um trú á Íslandi og tæki­fær­um lands­ins. Við búum við kröft­ug­an hag­vöxt, erum með sterka innviði, lítið at­vinnu­leysi og út­flutn­ings­grein­ar sem vegn­ar vel. Slíkt hið sama er ekki hægt að segja um öll lönd inn­an ESB. Ísland hef­ur staðið vel í alþjóðleg­um sam­an­b­urði hvað varðar lífs­kjör, heil­brigðis­kerfið, mennt­un og þannig mætti áfram telja þótt vissu­lega gefi á eins og hjá öðrum þjóðum þegar stríð brest­ur á í kjöl­far heims­far­ald­urs, sama hvaða gjald­miðil er um að ræða. Þá skal hafa í huga stærð og sér­stöðu lands og þjóðar þegar kem­ur að sam­an­b­urði og sam­keppn­is­hæfni við önn­ur stærri og fjöl­menn­ari lönd. Myndi inn­ganga í ESB þjóna hags­mun­um þjóðar­inn­ar í heild sinni eða aðeins hluta? Það ber að var­ast að trúa á ein­hverj­ar kostnaðarsam­ar, óljós­ar og órök­studd­ar töfra­lausn­ir. Það er í mörg horn að líta varðandi viðræður við ESB og því mik­il­vægt að gleyma sér ekki í að horfa ein­göngu á það sem hent­ar hverju sinni. Auðlind­ir okk­ar eru grund­völl­ur hag­vaxt­ar og eiga ekki að vera notaðar sem skipti­mynt í samn­ingaviðræðum við ESB. Við eig­um að horfa til lengri tíma með hags­muni lands og þjóðar í fyr­ir­rúmi og með skýr mark­mið að leiðarljósi.

Þannig tryggj­um við far­sæla framtíð ís­lenskr­ar þjóðar.

Ingibjörg Isaksen er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Fram­sókn­.

Desember 1915

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
09. janúar 2025 | kl. 21:00

Um mórber og óvænt heimsmet

Sigurður Arnarson skrifar
08. janúar 2025 | kl. 09:30

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Rýjateppi

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 11:30

Að sjá raunveruleikann – Þrjú skref í átt að núvitund

Haukur Pálmason skrifar
06. janúar 2025 | kl. 06:00

Hjólreiðar

Jóhann Árelíuz skrifar
05. janúar 2025 | kl. 06:00