Fara í efni
Pistlar

Strengjatónlist við sjávarsíðuna

Laugardaginn 10. ágúst í hádeginu voru óvenjulegir tónleikar í Sæborg í Hrísey á óvenjulegum tíma.

Þetta var liður í nýrri tónleikaröð, Klassík á eyrinni, sem samanstóð af þremur kammertónleikum á mismunandi stöðum á Akureyri og Hrísey.

Ekki man ég eftir að slíkir tónleikar hafa verið haldnir í Sæborg og var mjög gaman að upplifa hversu vel þetta gamla hús tók á móti þeim og hversu vel það hentaði. Áheyrendur sátu í hring og nálægðin við flytjendurna var mjög skemmtileg og ekki spillti fyrir að rýna út um gamla glerið á særokið í fjörunni á meðan á tónleikunum stóð. Það var ekki síður gleðilegt að heyra hversu vel tónlistin hljómaði í þessu gamla húsi sem á sínum ferli hefur hýst ótrúlegasta fjölda viðburða, tónleika, böll og leikhússýningar.

Tónleikarnir hófust með nokkrum tvírödduðum „inventjónum“ sem spilaðar voru á fiðlu og selló. Við erum vön að heyra þessa tónlist á sembal eða píanó eða jafnvel hjóðgerfil eins og Wendy Carlos gerði frægt en flutningurinn á laugardaginn var fullur af gleði, snerpu og snilldarlegu skrauti sem gaman var að hlusta á.

Næst komu ellefu dúettar eftir franska tónskáldið Phillippe Hersant sem var alveg ný tónlist í mínum eyrum og kom mér sérstaklega á óvart. Gáskaleg samtöl selló og fiðlu voru stutt og fjölbreytt og kröfðust mikillar nákvæmni í flutningi og samhljóm (þó oft væri mjög ómstrítt). Skemmtileg og merkilega nútímaleg tónlist þó að höfundurinn fæddist fyrir 114 árum síðan!

Síðasta verkið var strengjakvartett í F dúr (ameríski kvartettinn) eftir Antonín Dvořák. Verkið er samið stuttu eftir sinfóníuna „Úr nýja heiminum“ og eru verkin samin undir áhrifum frá dvöl Dvoraks í Ameríku þar sem hann kynntist m.a. tónlist sem einu sinni bar heitið „negrasálmar“ en nú þarf að finna betra kenniheiti.

Verkið er dásamleg tónsmíð, ljúf og lýrisk og var flutningurinn afbragð. Gestirnir í Sæborg gengu glaðir og brosandi út í ferska haustrokið í Hrísey.

Á efniskránni á Akureyri voru stelpurnar einnig með quintet fyrir strengjkvartett og píanó. Mikið væri gaman að geta boðið upp á píanótónlist í Sæborg.

Flytjendur:

Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla

Rannveig Marta Sarc, fiðla

Anna Elísabet Sigurðardóttir, víóla

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló

Gífurrunnar

Sigurður Arnarson skrifar
31. október 2024 | kl. 09:00

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45

Karlakór í Kalabríu – II

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
30. október 2024 | kl. 11:00

Karlakór í Kalabríu – I

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
29. október 2024 | kl. 09:30

Hús dagsins: Aðalstræti 22

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
29. október 2024 | kl. 06:00

Innskotsborð

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
28. október 2024 | kl. 11:30