Fara í efni
Pistlar

Mæðgur spiluðu saman með hokkíliði SA

Mæðgurnar Freyja Rán Sigurjónsdóttir og Jónína Margrét Guðbjartsdóttir. Mynd: SA hokkí - Ari Gunnar Óskarsson.

Uppfærð frétt.

Fyrir fáeinum misserum þegar Jónína Margrét Guðbjartsdóttir fagnaði enn einum Íslandsmeistaratitlinum í íshokkí og var spurð hvort hún hygðist halda áfram í íþróttinni svaraði hún því til að hana langaði til að vinna titilinn með dóttur sinni. Jónína er nefnilega engin venjuleg íshokkíkona því hún er fædd 1981, verður 44ra ára í febrúar á næsta ári, og er enn á fullu í hokkíinu með SA. 

Fyrr í haust spilaði dóttir hennar, Freyja Rán Sigurjónsdóttir, sinn fyrsta leik í meistaraflokki og fyrsti leikurinn þeirra saman var 4-1 sigurleikur gegn SR 28. september og svo voru þær aftur saman í leikmannahópi SA í gær þegar kvennalið SA mætti Íslandsmeisturum Fjölnis. Þetta hefur hokkídeildin upplýst á Facebook-síðu sinni og birti þar myndina af mæðgunum. Dóttirin, Freyja Rán, er fædd í nóvember 2009 og verður því 15 ára í næsta mánuði.

Samkeppnin um Íslandsmeistaratitilinn hefur harðnað undanfarin ár og í fyrra voru það stelpurnar í Fjölni sem tóku Íslandsmeistaratitilinn. Ef Jónína á að fá ósk sína uppfyllta um að vinna titilinn með dótturinni þurfa SA-konur að taka á honum stóra sínum í vetur til að tryggja sér sæti í úrslitarimmunni og þá sérstaklega í vor þegar að úrslitarimmunni kemur. Þær urðu nefnilega deildarmeistarar með yfirburðum í fyrra, en sáu á eftir Íslandsmeistaratitlinum suður eftir tap fyrir Fjölni í úrslitarimmunni.

Kótilettur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
04. nóvember 2024 | kl. 11:30

Beggja skauta byr

Jóhann Árelíuz skrifar
03. nóvember 2024 | kl. 11:11

Nenni ekki þessu kennaravæli

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
01. nóvember 2024 | kl. 14:00

Kenndi fyrir framan annan kennara

Orri Páll Ormarsson skrifar
01. nóvember 2024 | kl. 12:30

Gífurrunnar

Sigurður Arnarson skrifar
31. október 2024 | kl. 09:00

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45