Fara í efni
Pistlar

Kosningar til Alþingis í dag

Alþingiskosningar eru í dag. Akureyrarbæ verður skipt í tólf kjördeildir, tíu á Akureyri, eina í Hrísey og eina í Grímsey.

Hér má sjá lista yfir kjördeildir á Akureyri.

Á Akureyri verður kjörstaður í Verkmenntaskólanum, í Hrísey verður kjörstaður í Hríseyjarskóla og í Grímsey verður kjörstaður í Félagsheimilinu Múla.

Kjörfundur hefst á Akureyri klukkan 9.00 og lýkur klukkan 22.00. Í Hrísey og í Grímsey hefst kjörfundur einnig klukkan 9.00 en lýkur fyrr. Kjósendur þar eru hvattir til að mæta á kjörstað fyrir klukkan 17.00 en opið verður að lágmarki til 17.30, nema allir á kjörskrá hafi kosið fyrir þann tíma.

  • Kjósendum ber að sýna persónuskilríki eða önnur kennivottorð á kjörfundi.
  • Þá eru kjósendur beðnir um að gæta að smitvörnum, handspritt verður við innganga á kjörstað og öllum kjósendum gert að spritta hendur áður en farið er inn í kjördeildir.
  • Veistu ekki hvaða í hvaða kjördeild þú átt að kjósa? Svarið færðu með því að smella hér, slærð síðan inn kennitöluna þína og færð upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Gleðilegan kjördag!

Fjárveitingar í heilbrigðisþjónustu

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. nóvember 2024 | kl. 09:30

Orðhákar og töfralausnir

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
14. nóvember 2024 | kl. 08:30

Rúbínreynir

Sigurður Arnarson skrifar
13. nóvember 2024 | kl. 10:00

Stefnumörkun í heilbrigðisþjónustu

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
13. nóvember 2024 | kl. 09:30

Draugagangur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
11. nóvember 2024 | kl. 11:30

Heimsóknir og bæjarferðir

Jóhann Árelíuz skrifar
10. nóvember 2024 | kl. 13:30