Fara í efni
Pistlar

KA-menn frábærir og urðu bikarmeistarar

Bikarmeistarar KA með bikarinn í dag. Skjáskot af RÚV.

KA-menn urðu bikarmeistarar í blaki karla í níunda sinn í dag. Þeir léku frábærlega í úrslitaleiknum gegn Reykjavíkur-Þrótti í íþróttahúsinu Digranesi og sigruðu 3:0 – 25:21, 25:16, 25:23.

Sigurinn var mjög verðskuldaður. KA-strákarnir voru einfaldlega betri á öllum sviðum leiksins.

Miguel Mateo Castrillo í viðtali við RÚV strax eftir. Hann þakkaði sigurinn fyrst og fremst mjög góðri liðsheild. Skjáskot af RÚV.

Miguel Mateo Castrillo gerði 16 stig fyrir KA í dag, Alexander Arnar Þórisson 10, Oscar Fernández Celis 9, Gísli Marteinn Baldvinsson og Marcel Pospiech 8 hvor.

Öll tölfræðin

Bikarmeistarar KA ásamt hluta stuðningsmanna liðsins sem fylgdust með leiknum í Digranesi. Mynd af Facebook síðu KA.

Linduveðrið

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
10. mars 2025 | kl. 11:30

Sandhóllinn

Jóhann Árelíuz skrifar
09. mars 2025 | kl. 06:00

Búsið úti í buskanum

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
08. mars 2025 | kl. 06:00

Kobbi er greinilega kona!

Orri Páll Ormarsson skrifar
07. mars 2025 | kl. 11:30

Bölvaldur og blessun: Sitkalús

Sigurður Arnarson skrifar
05. mars 2025 | kl. 09:00

Hernámsárin ljóslifandi og kómísk í Freyvangi

Rakel Hinriksdóttir skrifar
03. mars 2025 | kl. 17:00