Fara í efni
Pistlar

Hvers vegna að tileinka sér gervigreind?

Gervigreind er til umfjöllunar í nýjum þætti hlaðvarpsins Forysta og samskipti sem kominn er í loftið. Umsjónarmaður er sem fyrr Sigurður Ragnarsson forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri (HA) og stjórnenda- og forystuþjálfari og gestir hans að þessu sinni dr. Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður kennslu- og upplýsingatæknimiðstöðvar HA, og Magnús Smári Smárason, verkefnastjóri gervigreindar við HA, einn fremsti sérfræðingur landsins á þessu sviði. Magnús Smári er lesendum Akureyri.net að góðu kunnur fyrir pistla um gervigreind.
 
Í þættinum er farið út um víðan völl gervigreindar en sjónum sérstaklega beint að notkun hennar og hvernig hún getur nýst stjórnendum og forystufólki. 
 
 
Komið er inná þætti er varða mannleg samskipti, tilfinningagreind, siðferði og hvernig gervigreind getur hjálpað við að taka betri ákvarðanir. Einnig er innleiðing gervigreindar rædd og hvernig hún getur gagnast að bæta samskipti á vinnustöðum. Komið er inná allskonar pælingar, eins og stafræna föstu, hreinskilni gervigreindar, sem og hver framtíðarþróunin verður. 
 

Hrossafóður í morgunmat

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
19. apríl 2025 | kl. 06:00

Þjálfarinn tæklaður upp í stalla

Orri Páll Ormarsson skrifar
18. apríl 2025 | kl. 10:00

Snípur í skógi

Sigurður Arnarson skrifar
16. apríl 2025 | kl. 08:45

Hús dagsins: Aðalstræti 66a; Smiðjan

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
14. apríl 2025 | kl. 20:00

Njóli

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
14. apríl 2025 | kl. 11:00

Uss í görðum

Jóhann Árelíuz skrifar
13. apríl 2025 | kl. 06:00