Fara í efni
Pistlar

Bjarki Ármann ráðinn til Eyjafjarðarsveitar

Bjarki Ármann Oddsson, nýr skrifstofu- og fjármálastjóri Eyjafjarðarsveitar. Mynd af vef sveitarfélagsins.

Bjarki Ármann Oddsson hefur verið ráðinn sem skrifstofu- og fjármálastjóri Eyjafjarðarsveitar og tekur hann við starfinu af Stefáni Árnasyni þann 1.maí næstkomandi. Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins.

„Bjarki hefur mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum og stjórnsýslu sveitarfélaga þar sem hann hefur starfað í sveitarstjórnarmálum síðastliðinn áratug. Hefur hann meðal annars starfað sem íþrótta- og frístundastjóri Fjarðabyggðar, sem forstöðumaður tómstundamála og sem sviðsstjóri og forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar,“ segir á vef Eyjafjarðarsveitar. „Bjarki hefur í störfum sínum meðal annars séð um rekstur og starfsmannahald stofnana og málaflokka, haldið utan um stefnumótunarvinnu og fjárhagsáætlanagerð, innleitt breytingar og komið að hagræðingaraðgerðum.“

Bjarki hefur menntað sig á sviði opinberrar stjórnsýslu þar sem hann náði sér í meistaragráðu í faginu frá Háskóla Íslands. Þá er Bjarki með BA í samfélags- og hagþróunarfræði frá Háskólanum á Akureyri.

„Bjarki Ármann býr í Hrafnagilshverfi og er uppalinn í sveitarfélaginu. Hann er giftur Konný Bjargey Benediktsdóttur og eiga þau fjögur börn á leik- og grunnskólaaldri.“

Hús dagsins: Norðurgata 6

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
26. desember 2024 | kl. 14:00

Furðutré í eyðimörk eða risagulrót á hvolfi?

Sigurður Arnarson skrifar
25. desember 2024 | kl. 11:30

Hið góða

Pétur Halldórsson skrifar
24. desember 2024 | kl. 14:00

Danska

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
23. desember 2024 | kl. 11:30

Jól í Eyrarvegi 35

Jóhann Árelíuz skrifar
22. desember 2024 | kl. 16:00

Einmana

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
20. desember 2024 | kl. 10:00