Fara í efni
Pistlar

Akureyri.net: 21.037 heimsóknir í gær – 84.092 „einstakir gestir“ í ágúst

Akureyri.net hefur aldrei fengið fleiri heimsóknir á einum og sama deginum og í gær, mánudag, síðan núverandi eigendur endurreistu fjölmiðilinn í nóvember árið 2020.

Annað met var nýlega bætt og það hressilega: Einstakir gestir í ágúst voru mun fleiri en í nokkrum öðrum mánuði til þessa.

  • Heimsóknir í gær voru hvorki fleiri né færri en 21.037. Síðastliðinn föstudag voru heimsóknirnar 20.359 og fóru þá í fyrsta skipti yfir 20.000 á einum degi.
  • „Einstakir gestir“ í ágúst voru 84.092 – 18.220 fleiri en í besta mánuðinum fram að því! Það er fjöldi IP-talna, hver aðeins talin einu sinni óháð því hve oft viðkomandi kom inn á vefinn í mánuðinum. 

Vert er að minna á í þessu samhengi að íbúar Akureyrar eru 20.000!

Viðbrögð lesenda þegar Akureyri.net fór í loftið í nóvember 2020 voru frábær og þróunin hefur verið dæmalaus. Það er í einu orði sagt stórkostlegt að upplifa þann mikla áhuga sem lesendur sýna vefnum og að skynja það mikla traust sem hann nýtur.

TAKK, Akureyringar og allir aðrir dyggir lesendur Akureyri.net.

Aðsóknarmet var slegið í apríl, þegar 58.212 „einstakir gestir“ lásu Akureyri.net, en það met stóð ekki lengi.

Þróunin hefur verið þessi síðustu mánuði. Rétt að minna á þetta er fjöldi þeirra sem lásu vefinn í mánuðinum, hver talinn einu sinni.

  • Apríl 2023 – 58.218
  • Maí 2023 – 65.872
  • Júní 2023 – 65.658
  • Júlí 2023 – 65.659
  • Ágúst 2023 – 84.092
    (Til samanburðar má geta þess að sambærileg tala í ágúst 2022 var 39.915)
     

Gaman er að geta þess einnig að eftir gærdaginn, 11. september, voru „einstakir gestir“ (IP-tölur) í mánuðinum orðnir 48.874 en voru 36.114 á sama tíma í síðasta mánuði, metmánuðinum ágúst. Munurinn er 12.760 gestir.

Ævintýrið heldur sem sagt áfram. Akureyri.net heldur sínu striki og býður alla daga upp á vandað, fjölbreytt og áhugavert efni.

Þetta eru 12 „stærstu“ dagarnir síðan í nóvember 2020 – fjöldi heimsókna á dag, 11 af 12 á þessu ári.

  • 11. september 2023 – 21.037
  • 8. september 2023 – 20.359
  • 21. ágúst 2023 – 18.845
  • 28. ágúst 2023 – 16.317
  • 14. júní 2023 – 15.647
  • 20. apríl 2022 – 15.546
  • 10. september 2023 – 15.375
  • 15. júní 2023 15.348
  • 31. júlí 2023 15.222
  • 18. ágúst 2023 14.737
  • 23. febrúar 2023 – 14.736
  • 1. ágúst 2023 – 14.472

Brátt verða liðin þrjú ár síðan Akureyri.net var endurreist. Vefurinn vex og dafnar hægt og bítandi, eins og lagt var upp með, fleiri koma að frétta- og greinaskrifum en áður og ekkert verður gefið eftir.

Áfram gakk og áfram Akureyri!

MÖRG ÞÚSUND ÞAKKIR!

Skapti Hallgrímsson,
ritstjóri

Furðutré í eyðimörk eða risagulrót á hvolfi?

Sigurður Arnarson skrifar
25. desember 2024 | kl. 11:30

Hið góða

Pétur Halldórsson skrifar
24. desember 2024 | kl. 14:00

Danska

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
23. desember 2024 | kl. 11:30

Jól í Eyrarvegi 35

Jóhann Árelíuz skrifar
22. desember 2024 | kl. 16:00

Einmana

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
20. desember 2024 | kl. 10:00

Helgiþinur og leyndarmálið sem hann geymir

Sigurður Arnarson skrifar
18. desember 2024 | kl. 13:00