Fara í efni
Umræðan

Vellíðan er grunnur að námi

Í Menntastefnu Akureyrarbæjar segir:

Það er hlutverk Akureyrarbæjar að vinna að velferð og framförum barna, tryggja þeim öruggt námsumhverfi og skapa góðar aðstæður fyrir skapandi og framsækið skólastarf. Allt skólastarf byggir á stefnu yfirvalda um menntun fyrir alla.

Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu daga eru leikskólar og grunnskólar mjög stór hluti af rekstri bæjarfélaga eins og Akureyri. Bæjarfélagið ber ábyrgð á menntun barna þess ásamt foreldrum og L-listinn tekur þessu hlutverki alvarlega. L-listinn telur brýnna nú en oft áður að efla ráðgjöf og stoðþjónustu og færa hana í meira mæli inn í skólana í þeim tilgangi að styrkja skólastarf og bregðast fyrr við ef börn lenda í vanda með eigin líðan, nám eða þroska. Í skýrslu MSHA frá árinu 2021, Menntun fyrir alla og þörf fyrir sérúrræði í grunnskólum Akureyrarbæjar, kemur fram að skýr þörf er á fjölbreyttum sérúrræðum til að við getum sem best mætt þörfum allra nemenda í skólunum okkar og eru settar fram tíu tillögur til úrbóta. Tvær þeirra lúta að eflingu geðræktarstarfs í skólum og að efla kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Hvort tveggja eru að mati L-listans brýnir þættir sem leggja þarf fjármagn í og var nýverið aukið i fjármagn til fjölgunar stöðugilda kennara fyrir nemendur af erlendum uppruna. Í tengslum við geðræktarmál er mikilvægt að styðja við nemendur á fjölbreyttan hátt bæði með því að grípa snemma þau sem eru í þörf fyrir aðstoð og efla fyrirbyggjandi starfshætti. Ein leið til þess er að auka stöðugildi náms- og starfsráðgjafa við skólana.

L-listinn leggur áherslu á að leggja farsældarlögin til grundvallar í allri þjónustu við börn og mun leggja sig fram um að forgangsraða í þágu þeirra. Með því að samþætta þjónustu við börn og stuðla að öflugri samvinnu kerfa getum við betur skapað aðstæður til að öllum nemendum líði sem best. Vellíðan er grundvöllur þess að nám geti átt sér stað og með því að styðja alla nemendur og leggja áherslu á að draga fram styrkleika þeirra og hæfileika eru meiri líkur á að við náum því markmiði að útskrifa skapandi, lífsglaða og sjálfsörugga nemendur. Við viljum koma á meira samtali á milli starfsfólks, stjórnmálamanna og foreldra um skólanna og höfum trú á að með því náum við að móta sameiginlega framtíðarsýn börnunum til heilla. Við viljum efla frístundastarf í grunnskólum og tengja það betur íþrótta- og tómstundastarfi með það að markmiði að ná samfellu í vinnudag barna.

Halla Björk Reynisdóttir skipta 3. sæti L-listans fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á morgun.

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15

Nei þeir mega það ekki!

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:00

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30

Framtíðin er núna

Ingvar Þóroddsson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 13:00