Fara í efni
Umræðan

Umhverfismálin tekin föstum tökum

Akureyri hefur lengi verið í fararbroddi umhverfismálum á Íslandi. Samfylkingin hefur lengi verið leiðandi í þeim málaflokki hér í bæ. Við höfum verið í fararbroddi í endurvinnslu og úrgangsmálum, við höfum haft metnað fyrir góðum útivistarsvæðum og verndarsvæðin hafa fylgt með. Nú koma loftslagsmálin sterkt inn og mikil skylda hvílir á sveitarfélögum landsins að taka þau mál föstum tökum. Fyrir þeim málum ætlar Samfylkingin að beita sér fyrir eins og mörgum öðrum næstu árin.

Það er von mín að sérstök umhverfisnefnd verði sett á laggirnar á ný en hún var vistuð með öðru í mannvirkjaráði fyrir nokkru, það gengur ekki þegar framundan eru risastór verkefni sem vinna þarf af festu.

Hér eru punktar úr umhverfisáherslum Samfylkingarinnar á Akureyri.

Framúrskarandi í umhverfis- og loftslagsmálum

Akureyrarbær hefur í gegnum tíðina rutt brautina fyrir önnur sveitarfélög á landinu á sviði umhverfismála. Við viljum að Akureyrarbær haldi áfram á þeirri braut og festi sig í sessi sem sveitarfélag í fremstu röð í umhverfis- og loftslagsmálum hér á landi og stuðli að því að þau sem hér búa og starfa geti lifað og starfað í sátt við umhverfi og loftslag.

  • Drögum markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda og aukum kolefnisbindingu
  • Leggjum grunn að nauðsynlegum orkuskiptum
  • Hættum að sætta okkur við að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk
  • Tökum upp samgöngustyrki til starfsfólks Akureyrarbæjar sem nýtir vistvæna samgöngumáta til að ferðast til og frá vinnu
  • Gerum strætó að eftirsóknarverðum samgöngumáta
  • Setjum fullan þunga í uppbyggingu hjóla- og göngustíga
  • Akureyrarbær verði þáttakandi í verkefni ríkisins sem kallast „græn skref“
  • Könnum til hlítar kosti þess að koma á laggirnar líforkuveri og breytum úrgangi í verðmæti
  • Verum áfram í fremstu röð í úrgangs- og sorpmálum
  • Leggjum áherslu á fræðslu um umhverfis- og loftslagsmál
  • Styðjum áfram við starfsemi Eims og Vistorku
  • Leggjum áherslu á að skapa aðstæður sem gerir fólki kleift að nýta aðra samgöngumáta til jafns við einkabílinn

Jón Ingi Cæsarsson er í 20. sæti á lista Samfylkingarinar á Akureyri

Stefnuskrá Samfylkingarinnar

Djáknatjörn í Krossanesborgum.

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15

Nei þeir mega það ekki!

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:00

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30

Framtíðin er núna

Ingvar Þóroddsson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 13:00