Fara í efni
Umræðan

Umgjörð fyrir öflugt atvinnulíf

Í aðdraganda kosninga heyrum við gjarnan stjórnmálamenn tala um mikilvægi þess að efla atvinnulífið. Það þurfi að hlúa vel að því sem fyrir er og leita nýrra tækifæra. Þetta er góð vísa og sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Við sjálfstæðismenn viljum fyrst og fremst skapa eftirsóknarvert samfélag sem fólk og fyrirtæki sækja í, sinna lögbundnu hlutverki bæjarins gagnvart bæjarbúum og veita atvinnulífinu góða þjónustu.

Það er ekki áreynslulaust að byggja upp atvinnustarfsemi frá grunni sem gefur af sér til samfélagsins, það vita allir sem hafa lagt í þá vegferð. Langir vinnudagar, lágt tímakaup a.m.k. til að byrja með, lítið um frí og erfitt að fá afleysingu. Oft getur reynst snúið að fá fjármögnun sem fylgt geta áhyggjur af því að standa í skilum við lánardrottna, sérstaklega ef eitthvað óvænt kemur upp. Nærtækt er að nefna ferðaþjónustuna í þessu samhengi en hún er að mestu keyrð áfram af framtakssemi duglegra einstaklinga sem sjá tækifæri í umhverfinu. Vegna þess hve mikið átak þarf til að skapa ný störf er mjög mikilvægt að hlúa að þeirri starfsemi sem búið er að byggja upp og er orðin að stórum fyrirtækjum, t.a.m. í sjávarútvegi, iðnaði og þjónustu.

Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins á Akureyri varðandi atvinnulífið fyrir komandi kosningar kemur fram að ráðast skuli í átak til að fjölga íbúum og atvinnutækifærum í sveitarfélaginu, auka stafræna þjónustu við íbúa og fyrirtæki, efla áfram umhverfisvitund og skapa atvinnu tengda menningarlífi. Að auki viljum við sjá til þess að skóla-, íþrótta- og tómstundastarf sé í blóma, að nægt framboð sé á lóðum fyrir fólk og fyrirtæki, samgöngur séu greiðar, fasteignagjöld séu hófleg, ferlar séu liprir, nóg sé af rafmagni, frárennsli sé í lagi og að farvegur fyrir förgun úrgangs sé samkvæmt reglugerðum svo eitthvað sé nefnt. Við eigum alltaf að horfa gagnrýnum augum á það hvort starfsemi eigi að vera á vegum bæjarins eða hvort hún eigi frekar heima hjá einkaaðilum. Þannig búum við til umgjörð fyrir öflugt og fjölbreytt atvinnulíf á Akureyri okkar allra.

Jóna Jónsdóttir skipar 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15

Nei þeir mega það ekki!

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:00

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30

Framtíðin er núna

Ingvar Þóroddsson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 13:00