Fara í efni
Umræðan

Um raflínur og tryggingafélög

Fyrr á þessu ári keypti banki sem er í eigu íslenska ríkisins tryggingafélag. Ráðherra bankamála áttaði sig á því að kaupin gengu gegn eigendastefnu ríkisins og lét strax rannsaka málið. Afleiðingarnar urðu að þær að öll stjórn bankans varð að segja af sér.

Hér norðan heiða er sama vandamál í uppsiglingu og ætti bæjarstjórn Akureyrar að huga að því áður en lengra er haldið.

Bæjarstjórn hefur lagt til breytingar á skipulagi þar sem hún heimilar ríkisfyrirtækinu Landsneti að fara með Blöndulínu 3 í gegnum íbúabyggð og útivistarsvæði sem gengur þvert gegn eigendastefnu ríkisins.

Nú ætti ráðherra orkumála að vakna upp við vondan draum líkt og ráðherra bankamála á sínum tíma. Láta fara fram rannsókn á því hvers vegna ríkisfyrirtæki leyfir sér að fara gegn eigendastefnu ríkisins. Í kjölfarið þyrfti fólk í ábyrgðarstöðum líklega að segja af sér vegna mistakanna.

Eða hvað?

Inga Sigrún Atladóttir er áhugakona um raflínur og tryggingarfélög

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00