Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar skoruðu 100 stig en töpuðu naumlega

Toni Cutuk gerði 25 stig í leiknum gegn liði Hamars í gærkvöldi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Slakur fyrsti leikhluti varð Þórsurum að falli í gærkvöldi þegar þeir töpuðu naumlega fyrir Hamri í 1. deildinni í körfubolta. Gestirnir unnu fyrsta fjórðunginn með 13 stiga mun, en eftir það mátti vart á milli sjá hvort liðið var sterkara. Þórsarar höfðu betur bæði í þriðja og fjórða leikhluta en það dugði því miður ekki til þess að ná langþráðum sigri. 

  • Skorið eftir leikhlutum: 23:36 – 24:25 – (47:61) – 27:24 – 26:23 – 100:108

Toni Cutuk gerði 25 stig í gær, tók 7 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Smári Jónsson 24 gerði stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar, Baldur Örn Jóhannesson: 18 stig, 13 fráköst, 2 stoðsendingar, Páll Nóel Hjálmarsson 13 stig og 3 fráköst, Zak David Harris 12 stig, 2 fráköst, 1 stoðsendingar, Bergur Ingi Óskarsson 4 stig, 3 fráköst, 1 stoðsendingar, Róbert Orri Heiðmarsson 4 stig, 1 frákast.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum