Fara í efni
Pistlar

Sláturtíð

EYRARPÚKINN - 10

Það voru tekin sextán slátur og borin neðan af Tanga og lá við að maður ældi hjá gærum og innyflum sem úldnuðu á sláturhúsplaninu.

Náðum við í horn og lappir og bjuggum vopnfirskum myndarbúum fyrir neðan Hríseyjargötu 20. Spratt vel þar og skjól fyrir skepnurnar. Kýr á beit, fé á fjalli. Slegið og hirt að kvöldi. Og riðum héruð bændur að leita uppi kálfa og heimalninga.

Hausar sviðnir hjá Birni Kristinssyni á Odda við hvíta loga smiðjunnar og tendruðu glæðurnar galdur svartra kvölda.

Pabbi sveið lappir á lóðinni og var einn um að éta þær eftir að ég komst á legg.

Það er rafmagnslaust með frostrósum á glugga þegar pabbi þrælar í mig löppum undir steinolíulampa á eldhúsborðinu sem hallast á alla kanta.

Allt étið af lambinu í Eyrarvegi 35 nema dindillinn og þótti hollt.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Sláturtíð er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Lútur á grænni flösku

Jóhann Árelíuz skrifar
20. apríl 2025 | kl. 06:00

Hrossafóður í morgunmat

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
19. apríl 2025 | kl. 06:00

Þjálfarinn tæklaður upp í stalla

Orri Páll Ormarsson skrifar
18. apríl 2025 | kl. 10:00

Snípur í skógi

Sigurður Arnarson skrifar
16. apríl 2025 | kl. 08:45

Hús dagsins: Aðalstræti 66a; Smiðjan

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
14. apríl 2025 | kl. 20:00

Njóli

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
14. apríl 2025 | kl. 11:00