Fara í efni
Umræðan

Skógrækt undir Hömrum

Greinarhöfundur óskaði sérstaklega eftir nafnleynd. Akureyri.net. verður við því í undantekningartilfellum.

Óskað er eftir því að akureyri.net komi eftirfarandi erindi á framfæri.

Málið varðar eitt fallegasta svæðið á Akureyri, sem virðist vera að hverfa í skógrækt. Umrætt svæði er brekkurnar neðan og norðan við Hamra undir Súlumýrum. Í þessum brekkum er lággróður, meðal annars lyng, sem skartar hinum fjölbreytilegustu litum eftir árstíðum og birtu. Magnað er til dæmis að sjá liti gróðurins í morgunsólinni eða á haustin. Allra fallegastir eru þeir þó í kvöldsólinni, þegar hún skín á Súlutind, Súlumýrarnar, Hamrana og brekkurnar þar neðan við.

Þessi náttúruperla er nú óðum að hverfa undir skógrækt. Ekki er víst, að bæjarbúar hafi tekið eftir trjáplöntunum fyrstu árin, en nú eru trén farin að stækka svo um munar. Þó getur verið, að enn sé hægt að snúa dæminu við, með því að fjarlægja trén, án þess að stórtækar vinnuvélar þurfi til. Annars væri það of seint, enda myndu þær skemma lággróðurinn. Með sama áframhaldi myndu þá klettahamrarnir smám saman hverfa bak við grenitré. Skuggavarpið af þeim sæi síðan um að murka lífið úr því sem eftir stæði af lággróðrinum.

Fróðlegt væri að vita, hvort bæjaryfirvöld hafi haft samráð við bæjarbúa við skipulagningu skógræktar svo langt upp í brekkurnar. Ekki er bara um að ræða eyðileggingu á einu fallegasta útsýninu við Akureyri, heldur er líka búið að hrekja mófuglana frá varpstöðvum sínum á þessu svæði. Fuglasöngurinn, sem áður hljómaði daglega, er nú orðinn sjaldgæfur.

Í ljósi þess að kosningar eru í nánd, mætti kalla eftir stefnu flokkanna varðandi skógrækt upp um fjöllin í kring. Skyldi einhver þeirra setja sér það markmið að bjarga því sem bjarga verður á þessu fallega svæði?

Lífæð landsbyggðarinnar

Stefán Þór Eysteinsson skrifar
24. nóvember 2024 | kl. 14:30

Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi

Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
23. nóvember 2024 | kl. 12:00

Útrýming sjóbleikjunnar í Eyjafirði í boði Kleifa fiskeldis

Bessi Skírnisson og Sigmundur E. Ófeigsson skrifa
22. nóvember 2024 | kl. 16:30

Orkumál

Jóna Björg Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 16:00

Hægt með krónunni?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 11:15

Kjalvegur Y

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 10:30