Fara í efni
Íþróttir

„Mikill heiður að taka við þessu starfi á ný“

Dóra Sif Sigtryggsdóttir, formaður stjórnar Þórs/KA og Jóhann Kristinn Gunnarsson undirrita samninginn í dag. Leikmennirnir eru Ísfold Marý Sigtyggsdótti, Sandra María Jessen og Jakobína Hjörvarsdóttir. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Jóhann Kristinn Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Þórs/KA í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Hann segist mjög spenntur fyrir verkefninu.

„Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur í Þór/KA og það er mikill heiður að fá að taka við þessu starfi á ný. Ég finn fyrir miklum krafti og metnaði hjá stjórninni og líst vel á þeirra hugmyndir og stefnu. Ég veit að efniviðurinn er mikill hérna og það býr heilmikið í liðinu,“ sagði Jói í samtali við heimasíðu Þórs/KA. „Það er bara spenningur að byrja og hjálpa liðinu að vaxa og dafna. Það er engin spurning að það er skýr stefna Þór/KA að vera eitt af sterkustu liðum landsins. Ég er alveg sannfærður um að framtíðin er björt hjá liðinu og leikmönnum þess,“ sagði hinn nýráðni þjálfari.

Jóhann Kristinn snýr aftur til Þórs/KA!