Fara í efni
Umræðan

Með kraft og kærleik að leiðarljósi

Umtalsverðan dug þarf tilað koma á laggirnar nýju framboði til bæjarstjórnar á Akureyri svo að vel fari á.

Æ fleirum hefur á undanförnum misserum orðið ljós þörfin á að þétta raðir þeirra sem blöskrar afskiptaleysi hins opinbera gagnvart viðkvæmustu hópum samfélagsins. Hér er átt við þá sem hafa orðið fyrir heilsubresti, áföllum og slysum eða hafa unnið sér það eitt til saka að hafa náð virðulegum lífaldri.

Síðastnefndi hópurinn er sá hinn sami og byggði hörðum höndum upp sjálfa innviði íslensks samfélags, sem í dag telst eitt hið auðugasta í veröldinni. Það er þó lítill sómi að því að teljast velmegandi samfélag sem lokar augunum fyrir því að stór hópur samlanda okkar má eta það sem úti frýs og skrimta við fátækramörk.

Frá byrjun þessa árs hefur markvisst tekist að þétta raðir frábærs fólks sem bæði deilir lífsskoðunum og ástríðu til að tryggja að hér fái allir lifað með reisn. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna!

Geðlæknirinn góðkunni Brynjólfur Ingvarsson skipar forsytusæti nýs framboðs Flokks fólksins á Akureyri og þar á eftir koma ljósmóðirin Málfríður S. Þórðardóttir sem skipar 2. sæti listans, sagnfræðingurinn Jón Hjaltason situr í 3.sæti, bráðahjúkrunarfræðingurinn Hannesína Scheving hið 4. og sjúkraliðaneminn Tinna Guðmundsdóttir skipar 5.sætið.

Þessir vösku fimmmenningar mynda sum sé forystusveit hins nýja bæjarmálaframboðs Flokks fólksins. Nýja framboðið hefur mælst einkar vel fyrir á meðal bæjarbúa og sterkar vísbendingar eru um að eftir því sé kallað í bæjarstjórn Akureyrar.

Auk áðurtalinna, skipa listann 17 glæsilegir fulltrúar sem eiga þá sýn sameiginlega að velferð almennra borgara skuli ávallt höfð í fyrirrúmi og þá ekki síst viðkvæmustu hópa samfélagsins.

Kjörorð framboðsins er einróma: Fólkið fyrst – svo allt hitt!

Einhugur og festa einkennir hópinn sem haldið hefur fjölmargar samkomur til að kynna áherslur sínar á undanförnum vikum.

Ekki verður horft fram hjá því að þrekvirkið sem felst í því að ná saman svo öflugum hópi til að skapa nýjan framboðslista, safna miklum fjölda undirskrifta svo framboðið megi teljast gilt, finna viðeigandi höfuðstöðvar og skipuleggja baráttuna af kostgæfni, ber fyrst og fremst að þakka einum kraftmiklum hugsjónamanni, Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni, sem í ársbyrjun gekk til liðs við Flokk fólksins. Hann mætti með réttu kalla Guðföður hins öfluga nýja framboðs Flokks fólksins á Akureyri og án hans hefði þetta að líkindum ekki getað gerst. Hafi hann hugheilar þakkir fyrir!

Um leið og frambjóðendum öllum og stuðningsfólki skal óskað farsældar í kosningunum skal minnt á að valið er afar einfalt:

Það þarf einfaldlega setja X við F!

Fólkið fyrst – svo allt hitt!

Jakob Frímann Magnússon er þingmaður Flokks fólksins í NA kjördæmi.

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15

Nei þeir mega það ekki!

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:00

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30

Framtíðin er núna

Ingvar Þóroddsson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 13:00

Valdið til fólksins – lykillinn að sterkara þjóðfélagi

Theodór Ingi Ólafsson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 12:00