Fara í efni
Umræðan

Kurteisi kostar ekki neitt

Nú þegar við sjáum fram á sumar laust við hömlur heimsfaraldurs ríkir eftirvænting í lofti og mörg eru óþreyjufull að framkvæma allt það sem setið hefur á hakanum síðastliðin tvö ár. Verslun glæðist og samhliða stíga mörg ungmenni sín fyrstu skref á vinnumarkaði með því að ráða sig í sumarstarf. Það er misjafnt veganestið sem hver hefur með sér á þessum tímamótum og ljóst að framundan eru tímar lærdóms og áskorana hjá mörgum ungmennum.

Það veldur áhyggjum að sífellt fleiri verslunarrekendur leita til stéttarfélagsins með fyrirspurn um réttindi sín og starfsmanna sinna þegar kemur að samskiptum við viðskiptavini. Svo virðist sem heimsfaraldurinn hafi haft af okkur meira en samveru og ferðalög, líklega skortir okkur einnig æfingu í þolinmæði, kurteisi og almennum samskiptum miðað við frásagnir þeirra sem leita til félagsins.

Síðastliðin tvö ár hafa starfsmenn verslana verið í framlínu í þjónustu við samfélagið og tryggt okkur aðgang að nauðsynjum á óvissutímum. Starfsfólk var jafnvel flutt milli landshluta til að manna búðir þegar mannekla vegna covidveikinda herjaði á einstaka starfsstöð. Framlínufólkið okkar í verslunar- og þjónustustörfum tekst nú á við nýjar áskoranir og stendur frammi fyrir vöruskorti, hækkandi vöruverði og þjálfun nýrra starfsmanna fyrir sumarið. Það er ekki í þeirra valdi að hafa áhrif á þessa þætti, en oftar en ekki hljóta þau skammir og óvirðingu fyrir af hálfu viðskiptavina.

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni birtir um þessar mundir hvatningu til almennings um að taka kurteisina með í næstu verslunarferð. Væntingar okkar til samfélagsins, þar sem allt gerist á methraða, stangast oft á við það sem er í mannlegu valdi. Fúkyrði og dónaskapur leysir ekkert, en það er öruggt að starfsmenn sem verða fyrir slíku eiga ekki góðan vinnudag. Því hvetjum við til þolinmæði og góðra samskipta í verslunarferðum, kurteisi kostar ekki neitt, en gæti skipt sköpum fyrir líðan allra.

Eiður Stefánsson er formaður FVSA, Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15

Nei þeir mega það ekki!

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:00

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30

Framtíðin er núna

Ingvar Þóroddsson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 13:00

Valdið til fólksins – lykillinn að sterkara þjóðfélagi

Theodór Ingi Ólafsson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 12:00