Fara í efni
Umræðan

Kjósum frelsið, kjósum kattaframboðið

Eins og Akureyringar vita tók meirihluti bæjarstjórnar óhugnanlega og sturlaða ákvörðun og bannaði lausagöngu katta frá og með 1. jan 2025.

Kettir og kattavinir geta alls ekki sætt sig við þessa ákvörðun og ákveðið var að stofna kattaframboð til höfuðs dýraníðingunum í bæjarstjórn.

Stefnir kattaframboðið á að vinna að kærleiksríkum samskiptum manna og dýra, einnig að losa mannfólk við helsjúkt fólk úr pólitík eða hjálpa því að betrumbæta sjálft sig. Fallegi kattabærinn Akureyri á skilið að honum stjórni fallega þenkjandi fólk, en ekki fordómafullt og vont fólk. Kattaframboðið fer ekki bara fram á að lögunum verði hnekkt heldur afsökunarbeiðni allra þeirra sem greiddu atkvæði með dýranýðinu. Auk þess að skylda þau til að vera sjálf í ól bundið við maka sinn eða aðstandanda í um mánaðartíma.

Kæru Akureyringar gerum köttinn Reykjavík að næsta bæjarstjóra og losum okkur við spillinguna sem fylgir oft mannfólkinu og verum fyrirmynd jarðarbúa í framkomu okkar við náttúruna.

Kjósum frelsið, kjósum kattaframboðið!

Höfundur er listamaður og höfundur kattaframboðsins.

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15

Nei þeir mega það ekki!

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:00

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30

Framtíðin er núna

Ingvar Þóroddsson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 13:00